Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Aðalsafnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursóknar
Föstudagur 22. apríl 2016 kl. 06:10

Aðalsafnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursóknar

Ég vil byrja á að þakka  áhuga Víkurfrétta á safnaðarstarfi í Njarðvíkurprestakalli og að hafa gefið sér tíma til að sitja aðalfund Ytri-Njarðvíkursóknar 10. apríl sl. Þar flutti ég skýrslu (sjá njardvikurkirkja.is) sem sóknarnefnd samþykkti og fundurinn en þar kom m.a. fram að framkvæmdastjóri kirkjuráðs fyrir hönd kirkjuráðs hefði lýst því að málinu væri lokið af þess hálfu. Þetta virðist hafa farið framhjá blaðamanni Víkurfrétta. Varðandi bifreiðamálin var kynnt greinargerð Theodórs Kjartanssonar hdl. sem send var biskupi Íslands og kirkjuráði en í henni kemur fram að sóknirnar séu sjálfstæðar og að hvergi sé til staðar lagaheimild fyrir starfsreglum sem takmarka rétt kirkjusókna til greiðslu launa eða starfskostnaðar til presta. Á aðalfundinum sat sá aðili sem stöðugt hefur verið að ýmsar athugasemdir sl. 14 ár og bar m.a. fram kvörtun við biskupstofu varðandi akstursgreiðslur til sóknarprests af hendi sóknarnefndar. Í ársskýrslu sóknarnefndar segir m.a. „hvet ég sr. Baldur til að íhuga að taka aftur við þessum greiðslum, enda eru þær engan veginn á skjön við lög.“ Ástæður fyrir þessu er augljósar. Njarðvíkurprestakall er stærsta einmenningsprestakall landsins með tæpa 7400 íbúa, með þremur sóknum og langt á milli staða en til samanburðar er nágrannaprestakallið með um eða yfir 7800 íbúa, eina sókn og tvo þjónandi presta. Margoft hefur það verið ítrekað við biskup Íslands að annan prest þurfi í Njarðvíkurprestakall, enda eru viðmiðunarmörkin 4000 manns á hvern prest. Þrátt fyrir þetta hefur sr. Baldri tekist ásamt góðum samstarfsmönnum að halda uppi öflugu safnaðarstarfi. Á aðalfundinum lýsti sóknarprestur því yfir að hann vildi hætta allri aðkomu að útdeilingu úr líknarsjóði, það er von að slík séu viðbrögð hans en hverjir eru það sem munu líða fyrir slíkt? Rétt er taka fram að löggiltur endurskoðandi hefur farið yfir reikninga sjóðsins en reikningar Líknar- og hjálparsjóðs Njarðvíkurkirkna voru samþykktir á fundinum.

Virðingarfyllst,
Kristján Friðjónsson,
fyrrverandi sóknarnefndarformaður Ytri-Njarðvíkursóknar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024