Aðalfundur Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Markaðsstofu Suðurnesja
Aðalfundur FSS og MS var haldinn 29. sept. s.l. í Upplýsingamiðstöð Suðurnesja í Krossmóa í Njarðvík. Flutti formaður Kristján Pálsson skýrslu stjórnar. Fram kom að flest þau verkefni sem unnið hefur verið að eru búin eða á lokastigi. Má þar nefna upplýsingaskilti við Gunnuhver, uppphafsmerkingar fornra þjóðleiða á Reykjanesi, 100 gíga hringurinn, gönguleiðakort og bæklingar.
Rekstur upplýsingamiðstöðvanna hefur gengið vel og aðsókn yfir sumarmánuðina aukist 100% miðað við árið í fyrra. Það er mat Markaðsstofunnar að vel heppnaðar breytingar á upplýsingamiðstöðinni í Leifsstöð og auglýsingar hafi bætt samkeppnisstöðu Suðurnesjanna mikið og aukið viðveru erlendra ferðamenn á Suðurnesjum.
Nýtingin hjá hótelum og gistiheimilum svæðisins hefur verið mjög góð í ár og batnað um og yfir 40% hjá gistiheimilunum á milli ára og um 18% hjá hótelunum. Þetta er þrátt fyrir að gistirúmum á svæðinu hefur fjölgað mjög síðustu 3 árin. Sýna tölur að nýting gistirýma hefur batnað með vaxandi fjölda rúma. Þetta bendir til þess að hér hafi vantað gistirými og þá sérstaklega í lægri verðflokkum.
Sama er að segja um aðsókn hjá afþreyingarfyrirtækjunum á svæðinu en mikil sókn er m.a. hjá Bláa Lóninu og yfir 30% aukning hjá Fjórhjólaævintýrinu. Mikil umferð hefur verið um Reykjanesið í sumar og lausaumferð meiri en áður hefur sést.
Jarðfræði svæðisins nýtur vaxandi vinsælda og sífellt fleiri aðilar sem átta sig á mikivægi Reykjanessis sem eitt merkilegasta svæði jarðarinna jarfræðilega. Ferðamálasamtökin undirrituðu nýlega samning við Reykjanesbæ um 100 gíga garðinn. Ferðamálasamtökunum hefur verið boðið á kynna 100 gíga garðinn á alþjóðlegri ráðstenu um jarðfræðiferðamennsku (geotourisma) í Muscat í Oman. Markaðsstofan hefur þekkst boðið en tilgangur ferðarinnar er jafnframt til að ná þessari ráðstefnu til Suðurnesjanna 2013. Alþjóðaráðstefnur af þessu tagi eru haldnar á 2ja ára fresti og um 250 þátttakendur sem sækja þær hverju sinni.
Að mati Markaðsstofunnar er bjart framundan í ferðamennskunni á Suðurnesjum, áratugur Suðurnesjanna er hafinn. Unnið er að því með Inspired by Iceland (Íslandsstofu) að auka vetrarferðamennsku en Reykjanesið liggur þar mjög vel við með Flugstöð Leifs Eiríkssonar í túngarðinum, fjölbreytta gistimöguleika, flotta afþreyingu og landsvæði sem á sér engan líka svo sem Gunnuhver, Valahnjúk, Brú milli heimsálfa, Stóru Sandvík, Reykjanesvirkjun, 100 gíga hringinn, söfn, sýningar o.m.fl.
Reykjanesbæ 29. september 2011
Kristján Pálsson