Að verða fyrir áfalli
Sum okkar verða fyrir einhverskonar áfalli í lífinu og getur það stundum verið mjög alvarlegt, oft finnst fólki eins og það hafi verið slegið utanundir með blautri tusku.
Það er þó er yfirleitt alltaf einhver undanfari á því sem hefur gerst, en við sáum það bara ekki, vorum blind, eða afneitun í gangi hjá okkur. Áfallið er þó mis mikið og margar ólíkar aðstæður og ástæður að baki.
Áföllin eru misjafnlega erfið og getur oft verið erfitt að takast á við þau. Geta líka haft mismikil áhrif og afleiðingar á okkur. Það þarf því oft mikinn vilja og kjark til að takast á við þau.
Það þarf að brjóta odd á oflæti sínu og viðurkenna að það sé veikleiki innan fjölskyldunar eða hjá sjálfum sér, losa sig við það stolt ef fólk er þá yfir höfuð stolt af neyslu fjölskyldu vina sinna, frekar en að það sé út af skömm. Ótti við álit annara á sér og sínum.
Fólk þarf að fá mikinn vilja og taka einlæga og einhliða ákvörðun til að ná árangri í þessum málum.
Einnig og ekki síður þarf og verður fólk að fá viðunandi ráðgjöf frá þeim fagaðilla ( t.d lækni ) sem vinnur að málinu.
Í því tilfelli sem ég er að tala um í þetta skipti er mál sem tengist ungum fíkniefna neytanda sem tók of stóran skammt nú um hátíðirnar hér á Suðurnesjum og var við dauðans dyr.
Hringt var í foreldra þessa unglings og þeim tilkynnt um að hann væri á sjúkrahúsi og var óskað eftir nærveru þeirra. Þegar þau komu á sjúkrahúsið og sáu unglinginn sinn tengdan við fullt af tækjun og slöngum var eins og lífinu hafi verið kippt undan þeim.
En hann var HEPPINN, fær einn séns í viðbót til að lifa.
Þetta var þeim mikið áfall, því þau gerðu sér enga grein fyrir því í hve mikilli neyslu unglingurinn var í. AFNEITUN OG BLINDNI FORELDRA.
Þau höfðu samband við mig þar sem þau voru algerlega ráðalaus, hvað hægt væri að gera og hvert skyldi leita. Eftir að við höfðum hist og rætt málin, talað við unglinginn og gert honum grein fyrir því hvert hann væri að stefna með líf sitt og hverju hann væri að fórna, áttaði hann sig ( VONANDI ) á því að þetta er ekki það sem hann vill.
Hann var ekki að gera sér grein fyrir því hvað hann var að leggja á og gera fjölskyldu sinni mikinn skaða. Því síður áttuðu foreldrarnir sig á því hvað þau voru orðin illa stödd andlega.
Unglingurinn tók einhliða ákvörðun, óskaði eftir því að þiggja hjálpina sjálfur sem er í boði og var þegar leitað aðstoðar fagaðilla sem þar átti við. Það er yfirleitt ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja, fer eftir ástandi, áhuga og vilja einstaklingsins hver hjálpin og eftirmeðferðin er, en það verður að sækjast eftir aðstoðinni, það er staðreynd.
ÞARFTU AÐSTOÐ ---- VILTU AÐSTOÐ ---- HAFÐU SAMBAND
Skauta / skíðaferð
Fyrirhuguð Skauta / skíðaferð á vegum Lundar forvarnarsfélags ef næg þátttaka fæst.
Sú fyrri verður í skautahöllina í Reykjavík laugardaginn 17 janúar 2009. Farið verður á eigin bílum í Skautahöllina. www.skautahollin.is. Í skíðaferðina, www.blafjoll.is verður farið af stað frá SBK Reykjanesbæ og er þetta fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt og nota tækifæri til að tengjast sínum nánustu og taka þar með þátt í að styðja hvert annað, sína samhug og kynnast starfi Lundar og fleira.
Er þetta vonandi bara byrjunin og hluti á skemmtilegu starfi Lundar.
Skráningar í fyrri ferðina ( Skautahöllina )þufra að vera búnar 10 janúar 2009 svo hægt verði að skipuleggja hana sem best. Skráning í seinni ferðina ( Bláfjöll ) sem verður sennilega í feb-mars er einnig gott að fá tímalega svo hægt verði að hringja út og fá staðfestingu, þar sem ekki verður nema 3 daga fyrirvari í þá ferð þar sem þörf er á að fylgjast með veðurspánni.
Það verða engin aldurstakmörk í þessar ferðir svo það er um að gera að nota tækifærið og sameina fjölskylduna og eiga góðar stundir saman.
Nánar auglýst á www.lundur.net
Skráningarblöð liggja víða frammi. T.d hjá Lundi, Cafe Keflavík og fleiri stöðum.
Einnig er skráning í símum 772-5463 og 864-5452
Almennir kynningarfundir eru haldnir hjá Lundi forvarnarfélagi, annan miðvikudag í hverjum mánuði.
Næsti fundur verður miðvikudaginn 14. janúar Kl 18:00 og verða haldnir í húsnæði LUNDAR að Fitjabraut 6c Njarðvík.
Markmið þessara funda er að fræða almenning m.a um starfsemi Lundar, hvað þar er í boði fyrir fíkla, alkóhólista, aðstandendur og aðra sem áhuga hafa á þessum málefnum.
Við munum heyra fróðleik frá fagfólki sem tengist á einhvern hátt inn í þessi mál. Einnig munu bæði fíklar og aðstandendur segja frá eigin reynslu og afleiðingum hennar.
Erlingur Jónsson.
www.lundur.net
[email protected]
Á næstunni:
Meðvirkni / Fjölskyldumeðferð
Haldið í Lundi að fitjabraut6c dagana 24. og 25. janúar
Meðferðin er einkum ætluð aðstandendum alkóhólista/fíkla, þ.e.a.s mökum, börnum eldri en 15 ára og foreldrum. Líka alkóhólistum í bata sem telja sig þurfa að taka á meðvirkni sinni.
Allir sem halda sig vera að glíma við meðvirkni sem aðstandendur ættu að skrá sig.
Í meðferðinni er leitast við að auka þekkingu og skilning á vímuefnasjúkdómnum, einkennum, birtingarformi og áhrifum á fólk sem er í návígi við sjúkdóminn.
Námskeiðið stendur laugardag og sunnudag milli kl. 09:00 og 16:30.
Því er skipt upp í hópastarf og fyrirlestra.
Eins og ástandið er í dag er þetta bara hollt og gott fyrir alla.
Fyrirlestrarnir eru:
1) Fíknisjúkdómar
2) Meðvirkni 1 og 2
3) Sjálfsvirðing
4) Óheppilegur stuðningur
5) Bati og breytingar
6) Kynning á starfi Al-Anon
Skráning og nánari uppl veitir Kostar 7.000 kr.
Erlingur Jónsson
772-5463/864-5452
eða með rafpósti [email protected]
SÁÁ: 530-7600