Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Að vera meistari í kynslóðatengslum
Fimmtudagur 24. október 2013 kl. 17:30

Að vera meistari í kynslóðatengslum

Eitt af markmiðum fólks í meistaramánuði er annars vegar að verða betra foreldri og  hins vegar að heimsækja ömmu og afa oftar. Meistaramánuður, hugarfóstur þriggja ungra manna, er mánuður þar sem við búum til góðar venjur fyrir alla hina mánuðina. Í nýrri bók Eftir skilnað - um foreldrasamstarf og kynslóðatengsl má sjá hvernig það getur haldist í hendur að verða betra foreldri og vera í sterkum tengslum við ömmu og afa. Höfundar eru dr. Sigrún Júlíusdóttir og Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafar.
 
Það kemur fram hvað tengsl ömmu og afa við barnabörnin veikjast oft við skilað  foreldranna og í verstu tilfellum rofna alveg. Í bókinni er fjallað um að sterk tengsl ömmu og afa við barnabörnin séu ekki aðeins mikilvæg fyrir börnin, þau er það einnig fyrir ömmur og afa. Einnig er fjallað um hvernig koma má í veg fyrir skilnað fólks sem á börn. Þar segir ,,Vitað er úr tölfræðilegum gögnum, allt frá því að um miðja síðustu öld, að fæðing fyrsta barns í parsambandi getur verið ávísun á skilnað ef ekki hefur verið staðið nógu vel að undirbúningnum. Því hefur víða, (…) , verið unnið að markvissu forvarnarstarfi með verðandi foreldrum, með almennri fræðslu og í hópastarfi, og árangurinn hefur ekki látið á sér standa (Cowan og Cowan, 1999; Gottman og Gottman, 2007)”. Í grein Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra í Víkurfréttum í síðustu viku Að vera meistara foreldri segir frá því að Reykjanesbær býður verðandi foreldrum og foreldrum barna allt að 3ja ára aldri Gottmannámskeiðið Að verða foreldri þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið “Að verða foreldri” miðar m.a. að því að  efla færni foreldra í þessu veigamikla verkefni, veita foreldrum verkfæri til að þekkja og virða tilfinningar barna, fyrirbyggja að álag og ágreiningur verði þeim ofraun og veita upplýsingar um hvert hægt er að leita eftir stuðningi ef þörf krefur.

Leið sem amma og afi geta notað til þess er að vera í sterkum tengslum við barnabörnin sín er t.d. að sækja barnið hjá dagforeldri eða leikskóla og njóta samvista með þeim. Á sama tíma gætu ungu foreldrarnir farið á stefnumót og ræktað tengslin sín á milli. Hvað áðurnefnt námskeið varðar þurfa foreldrar barna eldri en sex mánaða pössun til að geta tekið þátt.

Námskeiðinu sem hefur verið afar vel tekið af þátttakendum oft  fyrir hvatningu foreldra þeirra sem deila með þeim þeirri ósk að þau hefðu viljað að slík fræðsla hefði verið í boði þegar að þau voru að stíga sín fyrstu spor í foreldrahlutverkinu.
Námskeiðið er haldið af Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd og verður í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 2. og 3.nóvember frá kl. 10.00 – 16.30 báða dagana.

Skráning hjá  RBF í síma 525-5200 og [email protected]

Ólafur Grétar Gunnarsson
varaformaður barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024