Að vera eða ekki vera umhverfisvænt sveitarfélag?
Gísli Sigurjón Brynjólfsson markaðsfræðingur skrifar um stefnu Vatnsleysustrandarhrepps í umhverfismálum. Han segir að annars vegar sé lögð áhersla á fjölskyldu- og umhverfisvænt sveitarfélag en á meðan sé verið að setja niður fyrirtæki á besta stað í bænum, sem séu síður en svo umhverfisvæn.
„Vogar á Vatnsleysuströnd hafa undanfarið verið markaðssettir með mjög góðum árangri og hef ég haft gaman af því að sjá hversu staðurinn hefur vaxið hratt og tekið á sig fallegri og betri mynd. Staðurinn hefur verið markaðssettur þannig að hann sé „rólegur svefnbær”, þar sé virk fjölskyldu- og umhverfisstefna sem m.a. feli í sér verndun og fegrun umhverfis. Ekki skal dregið úr því. Vogar eru mjög álitlegur kostur fyrir barnafólk og aðra þá sem vilja búa á fallegum, rólegum og öruggum stað. Þess má einnig geta að auglýsingar sveitarfélagsins í þessari markaðsherferð unnu til verðlauna í samkeppni um athyglisverðustu auglýsingu ársins 2000. Og hver er árangurinn? Staðan í dag er þannig að biðlisti er eftir lóðum og Vogar hafa náð að skapa sér jákvæða ímynd sem ég fullyrði að fáum, ef nokkrum, sveitarfélögum hefur tekist hér á landi.
Þess vegna brá mér þegar ég sá frétt í Morgunblaðinu 17. maí sl. um nýtt iðnaðarsvæði í Vogunum.
Vélsmiðja er ekki augnayndi
Í fréttinni má m.a. sjá stærð og staðsetningu þessa nýja svæðis, sem ætlað er fyrir grófan iðnað. Svæðið er í alfaraleið og mun blasa við þegar ekið er inn í bæinn og frá Reykjanesbrautinni. Það er álíka að stærð og öll núverandi byggð tekur yfir í Vogunum. Og það sem meira er, það er skammt frá byggðinni. Aftur brá mér þegar ég sá að fyrsta fyrirtækið sem boðið er velkomið í þetta umhverfisvæna sveitarfélag og fær stærstu lóðina, eða 20.000 fermetra, er vélsmiðja í Garðabæ. Það verður seint sagt að þessi vélsmiðja sé eitthvert augnayndi né að hún sé sérstaklega umhverfisvæn. Þetta má glöggt sjá á athafnasvæði fyrirtækisins í Garðabæ. Sjón er sögu ríkari.
Ímyndinni hent út um gluggann
Mér finnst það orka mjög tvímælis að markaðssetja sig með ríka áherslu í umhverfismálum og náttúruvernd um leið og grófum iðnaði er tekið fagnandi og skellt við bæjardyrnar, með tilheyrandi umhverfisraski og sjónmengun. Sveitarfélagið hlýtur að eiga nægt stóriðjuland fjarri byggð sem býður framtíðar. Ekki er ég að mæla beint gegn því að fyrirtæki flytji starfsemi sína í mína gömlu heimabyggð en mér finnst vert að menn spyrji sig ákveðinna spurninga áður en þeir skipuleggja þetta svæði og úthluta lóðum. T.d. hver er beinn kostnaður fyrir sveitarfélagið að setja þetta fyrirtæki á þennan stað (ég sá t.d. að landið kostaði þó nokkrar fjárhæðir og eitthvað kostar fara í vegagerð og lagnavinnu) og hverjar verða tekjur sveitarfélagsins? Óbeini kostnaðurinn er hins vegar alveg ljós. Ímyndinni „umhverfisvænn bær” er hent út um gluggann ásamt þeirri fjárfestingu sem í henni liggur!
Það mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er mikill munur á grófum iðnaði og hefðbundnum, eins og matvælaiðnaði, sem er meginuppistaðan í iðnaði sveitarfélagsins. Má nefna að í sveitarfélaginu eru snyrtileg og stöndug fyrirtæki á borð við Vogabæ, Nesbú, Beitir og Þorbjörn-Fiskanes og tel ég að næsta markaðsherferð sem sveitarfélagið ætti að ráðast í væri á markhópinn „smá og meðalstór fyrirtæki” í léttum iðnaði.
Iðnaður fjarri byggð
Ég hvet íbúa og sveitastjórnarmenn í Vogum til þess að standa vörð um sitt fallega sveitarfélag og láta ekki meiri hagsmuni fyrir minni. Sé grófur iðnaður sveitarfélaginu lífsnauðsynlegur ber að finna honum stað fjarri byggð og núna í dag er nægt framboð af iðnaðarlóðum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið á mikla möguleika fyrir sér í nánustu framtíð og umhverfisröskun við bæjardyrnar verður ekki bætt eftir á. Einhvern tíma var sagt „You will never get a second chance to make a first impression”. Mér finnst þau orð eiga vel við þegar menn eru að skipuleggja „forstofuna” hjá sér.
Frestur til þess að skila inn athugasemdum við hið nýja deiliskipulag iðnaðarsvæðisins rennur út í byrjun júní.
Gísli Sigurjón Brynjólfsson
Höfundur er markaðsfræðingur og er fæddur og uppalin í Vatnsleysustrandarhreppi.
„Vogar á Vatnsleysuströnd hafa undanfarið verið markaðssettir með mjög góðum árangri og hef ég haft gaman af því að sjá hversu staðurinn hefur vaxið hratt og tekið á sig fallegri og betri mynd. Staðurinn hefur verið markaðssettur þannig að hann sé „rólegur svefnbær”, þar sé virk fjölskyldu- og umhverfisstefna sem m.a. feli í sér verndun og fegrun umhverfis. Ekki skal dregið úr því. Vogar eru mjög álitlegur kostur fyrir barnafólk og aðra þá sem vilja búa á fallegum, rólegum og öruggum stað. Þess má einnig geta að auglýsingar sveitarfélagsins í þessari markaðsherferð unnu til verðlauna í samkeppni um athyglisverðustu auglýsingu ársins 2000. Og hver er árangurinn? Staðan í dag er þannig að biðlisti er eftir lóðum og Vogar hafa náð að skapa sér jákvæða ímynd sem ég fullyrði að fáum, ef nokkrum, sveitarfélögum hefur tekist hér á landi.
Þess vegna brá mér þegar ég sá frétt í Morgunblaðinu 17. maí sl. um nýtt iðnaðarsvæði í Vogunum.
Vélsmiðja er ekki augnayndi
Í fréttinni má m.a. sjá stærð og staðsetningu þessa nýja svæðis, sem ætlað er fyrir grófan iðnað. Svæðið er í alfaraleið og mun blasa við þegar ekið er inn í bæinn og frá Reykjanesbrautinni. Það er álíka að stærð og öll núverandi byggð tekur yfir í Vogunum. Og það sem meira er, það er skammt frá byggðinni. Aftur brá mér þegar ég sá að fyrsta fyrirtækið sem boðið er velkomið í þetta umhverfisvæna sveitarfélag og fær stærstu lóðina, eða 20.000 fermetra, er vélsmiðja í Garðabæ. Það verður seint sagt að þessi vélsmiðja sé eitthvert augnayndi né að hún sé sérstaklega umhverfisvæn. Þetta má glöggt sjá á athafnasvæði fyrirtækisins í Garðabæ. Sjón er sögu ríkari.
Ímyndinni hent út um gluggann
Mér finnst það orka mjög tvímælis að markaðssetja sig með ríka áherslu í umhverfismálum og náttúruvernd um leið og grófum iðnaði er tekið fagnandi og skellt við bæjardyrnar, með tilheyrandi umhverfisraski og sjónmengun. Sveitarfélagið hlýtur að eiga nægt stóriðjuland fjarri byggð sem býður framtíðar. Ekki er ég að mæla beint gegn því að fyrirtæki flytji starfsemi sína í mína gömlu heimabyggð en mér finnst vert að menn spyrji sig ákveðinna spurninga áður en þeir skipuleggja þetta svæði og úthluta lóðum. T.d. hver er beinn kostnaður fyrir sveitarfélagið að setja þetta fyrirtæki á þennan stað (ég sá t.d. að landið kostaði þó nokkrar fjárhæðir og eitthvað kostar fara í vegagerð og lagnavinnu) og hverjar verða tekjur sveitarfélagsins? Óbeini kostnaðurinn er hins vegar alveg ljós. Ímyndinni „umhverfisvænn bær” er hent út um gluggann ásamt þeirri fjárfestingu sem í henni liggur!
Það mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er mikill munur á grófum iðnaði og hefðbundnum, eins og matvælaiðnaði, sem er meginuppistaðan í iðnaði sveitarfélagsins. Má nefna að í sveitarfélaginu eru snyrtileg og stöndug fyrirtæki á borð við Vogabæ, Nesbú, Beitir og Þorbjörn-Fiskanes og tel ég að næsta markaðsherferð sem sveitarfélagið ætti að ráðast í væri á markhópinn „smá og meðalstór fyrirtæki” í léttum iðnaði.
Iðnaður fjarri byggð
Ég hvet íbúa og sveitastjórnarmenn í Vogum til þess að standa vörð um sitt fallega sveitarfélag og láta ekki meiri hagsmuni fyrir minni. Sé grófur iðnaður sveitarfélaginu lífsnauðsynlegur ber að finna honum stað fjarri byggð og núna í dag er nægt framboð af iðnaðarlóðum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið á mikla möguleika fyrir sér í nánustu framtíð og umhverfisröskun við bæjardyrnar verður ekki bætt eftir á. Einhvern tíma var sagt „You will never get a second chance to make a first impression”. Mér finnst þau orð eiga vel við þegar menn eru að skipuleggja „forstofuna” hjá sér.
Frestur til þess að skila inn athugasemdum við hið nýja deiliskipulag iðnaðarsvæðisins rennur út í byrjun júní.
Gísli Sigurjón Brynjólfsson
Höfundur er markaðsfræðingur og er fæddur og uppalin í Vatnsleysustrandarhreppi.