Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Að skrifa sig frá Helguvík?
Þriðjudagur 24. maí 2005 kl. 22:03

Að skrifa sig frá Helguvík?

Einn helsti forkólfur framsóknarflokksins á Suðurnesjum Eysteinn Jónsson hefur undanfarið skrifað nokkrar sérstakar greinar um fjármál Reykjanesbæjar. Nú þylur hann upp hvað mikilvægt sé að góð þjónusta sé veitt í Reykjanesbæ og hótar að framundan sé skerðing hennar og hækkun gjalda. Slíkt yrði þó aðeins ef framsóknarmenn kæmust að við stjórnvölinn því fulltrúi framsóknar í bæjarstjórn lagði til við gerð síðustu fjárhagsáætlunar að útsvarið á íbúa yrði hækkað en sjálfstæðismenn voru harðir gegn því.

Skyldi þetta skyndilega minnisleysi og ritæði framsóknarmanna tengjast því að þeir séu að skrifa sig frá öðru máli? Skyldi það vera vandræðagangur vegna klaufalegra viðbragða Valgerðar Sverrisdóttur og Hjálmars Árnasonar gagnvart stóriðju í Helguvík.

Íbúar Reykjanesbæjar hafa fylgst með mikilli uppbyggingu í þjónustu á undanförnum árum. Ráðist hefur verið í fjárfestingar sem er ætlað að skila meiri tekjum til sveitarfélagsins í framtíðinni. Framsóknarmenn hafa þagað þunnu hljóði þegar ákvarðanir eru teknar, hvort sem er um uppbygginguna í Helguvík, ný íbúahverfi eða annað sem er ætlað að skila okkur áfram og auka tekjur sveitarfélagsins til langrar framtíðar. En þegar hlé er í landbúnaðarráðuneytinu ryðst aðstoðarmaður Guðna fram og gagnrýnir að þessar framkvæmdir kosti fé og kallar þær óstjórn.

Er það þá dæmi um óstjórn að starfsmönnum Reykjanesbæjar hefur fækkað frá
2002 ef frá eru taldar ráðningar á starfsfólki í grunnskólum? Samt er íbúum að fjölga. Hlutfall launa af rekstrartekjum hefur verið að lækka undanfarin þrjú ár. Ég hefði haldið að þetta væri þvert á móti gott dæmi um ábyrgð og aðhald.

Það ber vott um ótrúlega skammsýni ef framsóknarmenn kalla það óstjórn að undirbúa Helguvík fyrir stórverkefni, vilji ekki fjölga íbúum með uppbyggingu nýrra hverfa, og ekki gera ráð fyrir að greiða til baka fullan lífeyri bæjarstarfsmanna. Ég vona að Eysteinn sé ekki að falla í sömu gryfju og flokksfélagar hans þar sem þeir hafa völd, að halda fyrst og fremst utan um sína eigin hagsmuni og flokksins.

Brynjólfur Ægir Sævarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024