Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Að loknum kosningum
Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 15:00

Að loknum kosningum

Kosningaþátttaka í RNB var góð og víða betri en annars staðar á landinu. Eftir líflega kosningarbaráttu stendur upp úr að fjöldi fólks tók þátt í umræðunni, slík þátttaka mun skilja eftir sig ákveðinn þroska í samfélaginu, okkur öllum til heilla.

Það er oft sagt að menn þurfi að geta tekið ósigrum. Ég vil einnig nefna að það er mikilvægt líka að kunna að vinna. Því er mikilvægt að hroki eða leiðindi gagnvart þeim sem lutu lægra haldi í þessum kosningum verði ekki ofan á nú eftir kosningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórnar meirihluti sjálfstæðismanna hefur á ýmsum sviðum gert vel og það ber að virða. Ég er þess einnig fullviss að Árni Sigfússon hefur verið vakinn og sofinn í sínum störfum á umliðnum árum. Á vissum sviðum hefur árangurinn þó látið á sér standa.

Nú er mikilvægt að vandað verði til verka en hlutverk nýs meirihluta er ærið. Leigugjöld hjá RNB munu nú hækka um ca 200 millj kr en tímarammi nauðarsamninga er nú að baki, nýir kjarasamningar við m.a. kennara munu lyfta gjaldliðum upp um ca 300 millj kr, rekstur Hljómahallar verður án efa íþyngjandi, svo ekki sé talað um kostnað á þessu ári við lokafrágang Hljómahallarinnar.

Að mínu viti er eðlileg framvinda að aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn fái tækifæri til myndunar nýs meirihluta. Það sem mestu er um vert er að almenn samstaða verði um ólík og þörf mál meðal nýrra bæjarfulltrúa úr öllum flokkum. Reynum að kveðja gamaldags "rifrildar-pólitík" og vinna frekar saman að bættum hag barna okkar til lengri framtíðar. Hlúum vel að fötluðum einstaklingum en kjarni allra velferðakerfa byggist einmitt á þeirri hugsun að við fæðumst með ólíka hæfileika og getu til að takast á við lífið, því er mikilvægt að öryggisnetið nái til allra einstaklinga og að allir fái sín notið. Umburðarlyndi og auðmýkt ásamt góðu kryddi af festu, raunsæi og ábyrgð mun vonandi einkenna nýja bæjarstjórn í Reykjanesbæ.

Gunnar Örlygsson

Frjálst afl