Að loknum kosningum
A-listinn í Reykjanesbæ vill koma á framfæri þökkum fyrir þann stuðning sem framboðið hlaut í kosningunum 27. maí sl., um leið og við óskum sjálfstæðismönnum til hamingju með sigurinn. Það lá fyrir eftir skoðanakannanir sem gerðar höfðu verið, að ekki yrðu gerðar breytingar á meirihlutastjórn í Reykjanesbæ í þessum kosningum. Þrátt fyrir að bæjarfulltrúum minnihlutans fækki nú um einn, mun A-listinn eiga þess kost að veita verðuga stjórnarandstöðu í ljósi stöðu okkar, þegar kemur að skiptingu í nefndir. Fjöldi fólks hefur lagt á sig ómælda vinnu í þágu framboðsins að undanförnu og fyrir það erum við afar þakklát.
A-listinn fékk stuðning rúmlega þriðjungs kjósenda, kjósenda sem aðhylltust áherslur framboðsins og treystu okkur til þess að fylgja þeim eftir. Því trausti munum við ekki bregðast.
f.h A-listans í Reykjanesbæ
Guðbrandur Einarsson
A-listinn fékk stuðning rúmlega þriðjungs kjósenda, kjósenda sem aðhylltust áherslur framboðsins og treystu okkur til þess að fylgja þeim eftir. Því trausti munum við ekki bregðast.
f.h A-listans í Reykjanesbæ
Guðbrandur Einarsson