Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Að lokinni Ljósanótt
Sunnudagur 9. september 2012 kl. 11:06

Að lokinni Ljósanótt

Fimmtudagur:
Jæja, þá er Ljósanótt liðin. Maður er hálfdaufur, ég vil meira fjör en allt verður að taka enda. þessi hátíð tókst sérstaklega vel að mínu mati. Það fengu allir eitthvað við sitt hæfi. Við eldri borgarar störtuðum með sagnakvöldi eftir að skólakrakkarnir voru búnir að sleppa þúsundum blaðra í öllum regnbogans litum. Það voru dætur Sigurbergs skóara að segja sögur frá því þegar þær komu fyrst til Keflavíkur á stríðsárunum, mér fannst þetta skemmtilega uppsett hjá þeim. Sonur Ernu skó og barnabarn voru sögumenn það mættu rúmlega 200 manns það var alveg troðfullt hús, kaffi og kleinur á eftir sem Sigurjón bakari gaf okkur. Ég og dóttir mín fórum niður í Duushús og í bíósalnum var verið að heiðra minningu Helga S. Jónssonar þar sem Ellert Eiríksson og Óli gamli Björns sögðu skemmtilegar sögur um hann, allur salurinn sprakk úr hlátri trekk í trekk. Eftir það fórum við í nýja Duussalinn þar sem yfir 50 listarmenn sýndu verk sín.

Föstudagur:
Það var farið á Nesvelli og þar var dansaður línudans kl. 2 um daginn. Svo um kvöldið var svo aftur farið á Nesvelli þar sem var harmónikuball þar sem 90 manns mættu. Mikið stuð og allir skemmtu sér mjög vel.

Laugardagur:
Þá var farið í hina árlegu árgangagöngu þar sem maður hitti marga góða og gamla vini. Það var gaman að sjá Hafnargötuna fulla af fólki streyma niður að hátíðarsvæðinu og hlusta á bæjarstjórann rífa af sér brandara, og segja okkur að það sé farið að birta til í atvinnumálum hjá okkur Suðurnesjamönnum. Þá er ég að tala um Helgurvíkurmálið. Ég hlakka mjög mikið til. Eftir það var farið að skoða myndlistarsýningar, hönnun og sköpun af öllu tagi. Þó maður hefði ekki pening var manni treystandi fyrir kaupum sem maður borgaði daginn eftir, þetta kalla ég traust, frábært að fólk sé farið að treysta hvert öðru aftur. Um kvöldið fór ég aftur niður í bæ að hlusta á tónleika á hátíðarsvæðinu sem heppnaðist mjög vel. Við eigum frábært tónlistarfólk.

Sunnudagur:
Fór á frábæra sýningu Með blik í auga þar sem var fullt hús. Krakkarnir sem sýndu Gærur glimmer og gaddavír voru frábær. Ég vil þakka öllu því fólki sem stóðu að þessari hátíð fyrir gott starf. Og að endingu vil ég segja að ég hef aldrei séð aðra eins flugeldasýningu.


Takk, Takk, Takk.
Erna Agnarsdóttir eldri borgari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024