Að leita fagnaðar af öllu sínu striti
Vatnsleysustandarhreppur er kjörinn til útivistar. Mikið og gott starf hefur verið unnið við golfvöllinn á Kálfatjörn undanfarin misseri. Þar hefur duglegt fólk gefið mikið af frítíma sínum til uppbyggingarstarfa. Fagna ber því.Golfíþróttin er ein fjölskylduvænasta íþróttin sem völ er á. Meðlimum í golfklúbbnum hefur fjölgað ört og sækir nú fjöldi fólks úr öðrum sveitarfélögum völlinn. Það er vel. Styrkir það fjárhagsstöðu klúbbsins og vekur um leið athygli á sveitarfélaginu, sem er að markaðssetja sig.Ef fram heldur sem horfir þarf að fara að huga að framtíðarhúsnæði fyrir golfskála. Þar skiptir miklu að velja góða staðsetningu. Kálfatjörn sá söguríki kirkjustaður á góða möguleika fyrir sér í framtíðinni, sem útivistarstaður fyrir hreppsbúa, þar sem stutt er úr þéttbýlinu inn á Kálfatjörn. Á síðasta ári kom H-listinn því til leiðar að sveitarfélagið eignaðist þennan fornfræga stað. Svæðið hefur nú verið skipulagt sem útivistarsvæði. Mikilvægt er að tengja þar saman í framtíðinni útivist og sögu og menningu staðarins.Verum einnig minnug þess að útivist á Kálfatjörn stundum við í námunda við kirkjuna okkar.
Snorrastaðartjarnir og Háibjalli eru útivistarperlur í hreppslandinu. Svæðið er af mörgum talið Þingvellir Suðurnesjamanna. Aðgengi að svæðinu verður tryggt, þegar að tvöföldun Reykjanesbrautar kemur. Samhliða tvöföldun verða byggð undirgöng undir brautina fyrir gangandi vegfarendur. Standa þarf vel að þessum málum því að þegar horft er til framtíðar kemur þetta svæði til með að vera mjög mikilvægt í allri útivist og ásókn þangað á eftir að aukast með ört stækkandi byggð. Þrýsta þarf á að Vegagerðin komi að því að lagður verið snyrtilegur göngustígur frá undirgöngunum að svæðinu.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru einnig í hreppnum að ógleymdum fjörum á Vatnsleysuströnd, en þær eru á náttúruminjaskrá.
Endurvekja þyrfti viðburði á borð við réttir í hreppnum. Hér á árum áður var margt um manninn í Strandarrétt. Réttin, sem þótti með þeim betri á landinu á sínum tíma, hefur því miður látið mikið á sjá og þarfnast töluverðra endurbóta. Þó ekki sé margt fé í hreppnum í dag þá er engu að síður nauðsynlegt að við tjöldum því sem við eigum. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir yngstu kynslóðina, börnin.
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónustan er ört vaxandi grein hér á landi. Mótelið sem risið hefur í Vogunum ber vott um þann mannauð sem býr í íbúunum. Mannauð sem ber að hlúa að. Sveitarfélagið er mjög vel í sveit sett með uppbygginu í þjónustu tengdri ferðamönnum. Ágætt handverks- og listafólk eigum við einnig. Þarna liggja mörg tækifæri.
Áður hef ég komið á framfæri skoðunum mínum varðandi það að minjasafn verði reist hér í hreppnum. Vatnsleysustrandarhreppur var einn stærsti útgerðarstaður á landinu til margra ára. Því miður hefur fjöldi minja farið úr hreppnum og flestir á Sjóminjasafnið á Akranesi og í Hafnarfirði. Enn er þó til eitthvað af minjum. Saga útgerðar hér í sveitarfélaginu er nátengd landbúnaði. Útvegsbændasamfélagið sem áður var skapar okkur nokkra sérstöðu í þessum efnum, sem við þurfa að halda á lofti. Minjasafn mun auk þess laða að fleiri ferðamenn.
Umhverfi í sátt við atvinnuuppbyggingu
Markaðssetja þarf nýja iðnaðarsvæðið í Vogum á komandi kjörtímabili. Um leið þarf að halda vel utanum það og ljúka sem fyrst endanlegum frágangi vegarins að svæðinu ásamt tilheyrandi jarðvegsmönum. Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti staðsetningarinnar. Landslagsarkitektar hafa hins vegar hannað þetta svæði á mjög skemmtilegan hátt, þannig að það falli sem best að umhverfinu. Mjög mikilvægt er að þangað veljist fyrirtæki með metnað í að gera vel við umhverfið, þar sem svæðið er í alfaraleið og aðkomu að sveitarfélaginu. Við þurfum að vera vandlát í þessum efnum og tryggja að þetta nýja iðnararsvæði verði til fyrirmyndar.
Að lokum
Margt fleira hefði ég viljað tíunda hér en læt nú staðar numið. Vogar og Vatnsleysuströnd eiga eftir að standa frammi fyrir mörgum góðum tækifærum á næstu misserum. Stjórnendur sveitarfélagsins verða því að búa yfir framsýni. Þeir verða að geta sýnt fram á dug og áræðni. Tækifærin geta runnið okkur úr greipum sé ekki rétt haldið um taumana. Ég hvet þig ágæti hreppsbúi til þess að láta fagleg sjónarmið ráða afstöðu þinni á kjördag.
H-listinn vill þér vel.
Með góðum óskum.
Birgir Þórarinsson
skipar 2 sæti H-listans.
Snorrastaðartjarnir og Háibjalli eru útivistarperlur í hreppslandinu. Svæðið er af mörgum talið Þingvellir Suðurnesjamanna. Aðgengi að svæðinu verður tryggt, þegar að tvöföldun Reykjanesbrautar kemur. Samhliða tvöföldun verða byggð undirgöng undir brautina fyrir gangandi vegfarendur. Standa þarf vel að þessum málum því að þegar horft er til framtíðar kemur þetta svæði til með að vera mjög mikilvægt í allri útivist og ásókn þangað á eftir að aukast með ört stækkandi byggð. Þrýsta þarf á að Vegagerðin komi að því að lagður verið snyrtilegur göngustígur frá undirgöngunum að svæðinu.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru einnig í hreppnum að ógleymdum fjörum á Vatnsleysuströnd, en þær eru á náttúruminjaskrá.
Endurvekja þyrfti viðburði á borð við réttir í hreppnum. Hér á árum áður var margt um manninn í Strandarrétt. Réttin, sem þótti með þeim betri á landinu á sínum tíma, hefur því miður látið mikið á sjá og þarfnast töluverðra endurbóta. Þó ekki sé margt fé í hreppnum í dag þá er engu að síður nauðsynlegt að við tjöldum því sem við eigum. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir yngstu kynslóðina, börnin.
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónustan er ört vaxandi grein hér á landi. Mótelið sem risið hefur í Vogunum ber vott um þann mannauð sem býr í íbúunum. Mannauð sem ber að hlúa að. Sveitarfélagið er mjög vel í sveit sett með uppbygginu í þjónustu tengdri ferðamönnum. Ágætt handverks- og listafólk eigum við einnig. Þarna liggja mörg tækifæri.
Áður hef ég komið á framfæri skoðunum mínum varðandi það að minjasafn verði reist hér í hreppnum. Vatnsleysustrandarhreppur var einn stærsti útgerðarstaður á landinu til margra ára. Því miður hefur fjöldi minja farið úr hreppnum og flestir á Sjóminjasafnið á Akranesi og í Hafnarfirði. Enn er þó til eitthvað af minjum. Saga útgerðar hér í sveitarfélaginu er nátengd landbúnaði. Útvegsbændasamfélagið sem áður var skapar okkur nokkra sérstöðu í þessum efnum, sem við þurfa að halda á lofti. Minjasafn mun auk þess laða að fleiri ferðamenn.
Umhverfi í sátt við atvinnuuppbyggingu
Markaðssetja þarf nýja iðnaðarsvæðið í Vogum á komandi kjörtímabili. Um leið þarf að halda vel utanum það og ljúka sem fyrst endanlegum frágangi vegarins að svæðinu ásamt tilheyrandi jarðvegsmönum. Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti staðsetningarinnar. Landslagsarkitektar hafa hins vegar hannað þetta svæði á mjög skemmtilegan hátt, þannig að það falli sem best að umhverfinu. Mjög mikilvægt er að þangað veljist fyrirtæki með metnað í að gera vel við umhverfið, þar sem svæðið er í alfaraleið og aðkomu að sveitarfélaginu. Við þurfum að vera vandlát í þessum efnum og tryggja að þetta nýja iðnararsvæði verði til fyrirmyndar.
Að lokum
Margt fleira hefði ég viljað tíunda hér en læt nú staðar numið. Vogar og Vatnsleysuströnd eiga eftir að standa frammi fyrir mörgum góðum tækifærum á næstu misserum. Stjórnendur sveitarfélagsins verða því að búa yfir framsýni. Þeir verða að geta sýnt fram á dug og áræðni. Tækifærin geta runnið okkur úr greipum sé ekki rétt haldið um taumana. Ég hvet þig ágæti hreppsbúi til þess að láta fagleg sjónarmið ráða afstöðu þinni á kjördag.
H-listinn vill þér vel.
Með góðum óskum.
Birgir Þórarinsson
skipar 2 sæti H-listans.