Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 13. maí 2004 kl. 23:21

Að aka í gegnum Keflavík

Umfjöllun um Reykjanes, sem birtist í innskotsblaðinu „Ævintýralandið Ísland“ sem dreift var með Morgunblaðinu föstudaginn 7. maí sl. í tilefni Ferðatorgs 2004 hefur valdið ólgu meðal bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar og greinaskrifum í blaðið Víkurfréttir og á fréttavef blaðsins, vf.is. Þetta þykir mér miður, enda ekki ætlunin að misbjóða nokkrum manni með þessum skrifum.
Í blaðinu var rætt var við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Í viðtalinu lýsti Árni metnaðarfullu verkefni Reykjanesbæjar á sviði ferðaþjónustu sem er uppbygging víkingaseturs, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Auk þess minntist hann á sjóþoturnar og margt fleira sem innlendir og erlendir ferðamenn geta skoðað á Reykjanesi.
Það sem einkum fór fyrir brjóstið á pólitískum andstæðingum bæjarstjóra var í kafla þar sem hann lýsir ákjósanlegum degi ferðamanns á Reykjanesi. Þar segir bæjarstjórinn m.a. að ef hann tæki að sér að sýna ferðamönnum svæðið, myndi hann „keyra í gegnum Keflavík“.
Þetta orðalag ber að skoða í ljósi  þess að lögð var áhersla á að ekki yrði ójafnvægi í umfjölluninni . Reynt var að gæta þess að bæjarstjóri Reykjanesbæjar gerði heimabæ sínum ekki of hátt undir höfði í blaðinu á kostnað annara staða í sveitarfélaginu. Ef til vill var gert full mikið úr þessari áherslu og er beðist afsökunar á því.
Mér þykir miður ef þessi umfjöllun um ferðamál á Reykjanesi hafi komið illa við bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, sem eiga einhvern framsæknasta bæjarstjóra landsins. Mann sem notar hvert tækifæri sem gefst til þess að kynna og styrkja ímynd bæjarfélagsins út á við.

Þorsteinn G. Gunnarsson,
ritstjóri innskotsblaðsins
Ævintýralandið Ísland
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024