Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Ábyrgar ákvarðanir Sjálfstæðismanna
  • Ábyrgar ákvarðanir Sjálfstæðismanna
    Ingvar Eyfjörð.
Fimmtudagur 8. maí 2014 kl. 09:11

Ábyrgar ákvarðanir Sjálfstæðismanna

Ingvar Eyfjörð skrifar.

Kæru nágrannar,

Velferð samfélags okkar byggir að miklu leiti á stöðu atvinnulífsins.  Það þekkjum við svo sannarlega sem búum hér Reykjanesbæ því ekki hefur skort á áföllin sem yfir okkur hafa dunið.  Hvar sem í pólitík við stöndum erum við vel meðvituð um áhrifin á samfélagið okkar.  

Aðdragandi sveitastjórnarkostninga er áhugaverður tími.  Þá gefum við okkur tíma til að huga að framtíð bæjarfélagsins okkar, hvar erum við stödd og hvert viljum við stefna.  Og sitt sýnist hverjum!

Ég er einn þeirra sem hafa fylgst vel með þróun Helgurvíkursvæðisins og þeim fjárfestingum sem sveitarfélagið hefur ráðist í þar.  Rekstur þessa fjárfestinga hefur verið þungur baggi og eðlilega verið til umræðu.

En hversvegna er svona í pottinn búið?  Forustumenn okkar í bæjarfélaginu tóku ákvarðanir, þegar boðaföllin gengu yfir okkur, með framtíð samfélagsins okkar í huga.  Bitið var í skjaldarendur og áætlanir gerðar um sóknaráætlun tilhanda uppbyggingu samfélagsins  vitandi að sá sem tekur ekki ákvörðun, tekur í raun slæma ákvörðun.  Og ákvörðunin var að hér skildi laða að fjárfestingar, byggja upp öflugt samfélag fyrirtækja og undirbúa jarðveginn að frumkvæði sveitarfélagsins svo hægt verði að taka á móti nýjum fyrirtækjum og þar með skapa nauðsynleg störf í samfélaginu. Það tekur tíma til að upskera úr slíkri ákvörðunartöku.  En hún er ábyrg.

Þessi djarfa afstaða endurspeglast í trúnni á að án öflugs atvinnulífs er velferð samfélagsins takmörkuð.  Það þarf djörfung og áræðni liðsheildar til að móta slíka stefnu og leiðtoga til að fylgja henni eftir.  Í okkar umboði hefur Sjálfstæðisflokkurinn, með Árna bæjarstjóra í broddi fylkingar  undirbúið jarðveginn fyrir endurheimt öflugt atvinnulíf í Reykjanesbæ.

Nú er enn á ný komið að okkur kjósendum að taka ákvörðun.  Hvaða sveit ætlum við að styðja til góðra verka.  Tökum ábyrga ákvörðun um stuðning við stefnu Sjálfstæðisflokksins með velferð samfélagsins að leiðarljósi.

Gleðilegt Sumar,
Ingvar Eyfjörð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024