Ábending til foreldra
Ég verð alltaf meira og meira var við það að ungt fólk sem er í neyslu og er nánast búið að brjóta allar brýr að baki sér, hvað snýr að fjölskyldu sinni.
Foreldrarnir búnir að gefast upp, orðin algjölega andlega gjaldþrota og geta þetta ekki lengur. Ástandið á heimilinu orðið að martröð og samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi, maka og börn og aðra komið á hættulegt stig.
En hvað skeður, þá taka FORELDRAR annara barna, vinir og aðrir við þeim og veita þeim húsaskjól og gera illt verra. Þetta er nú ekki í lagi eða hvað.
Er ekki nógu erfitt fyrir foreldra að taka þá ákvörðum að þetta sé fíklinum fyrir bestu og fer hann / hún þá kannski að gera eitthvað í sínum málum.
En þegar tekið er við honum annars staðar þar sem hann fær fæði og næði til að halda áfram sinni neyslu og er ekki einu sinni haft fyrir því að hafa samband við foreldra eða forráðamenn. Þetta gerir það að verkum að einstaklingurinn fær þarna tækifæri á að halda áfram í neyslu og gera ekki neitt.
Hefur það bara gott inn á heimili annara og þarf ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum, meðan fjölskyldan situr heima áhyggjuafull og óttaslegin, veit ekki hvar barnið sitt er niður komið.
Það er lámark að athuga hvað sé í gangi. Auðvitað eru heimilisaðstæður misjafnar, en í flestum tilfellum er venjuleg fjölskylda á bak við fíkilinn.
Vil ég einnig árétta það að virkur fíkill er slóttugur og óheiðarlegur einstaklingur og því ekki hægt að taka mark á honum og vorkunnsemi hjálpar ekki heldur. En í flestum tilfellum þar sem barnið fær húsaskjól er vegna þess að það er neysla í gangi hjá báðum aðilum. Að vera aðstandandi og meðvirkur sjúkling úr sinni eigin fjölskyldu er mikið meir en nóg, ætti því ekki að vera að bæta öðrum við og auka þar við vanlíðan og vera með samviskubit yfir því að vera ekki heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Hvet ég foreldra, forráðamenn og vini að hafa þetta í huga þegar svona aðstæður koma upp og leita ráða hjá ráðgjöfum Lundar, eða hjá okkur hinum sem höfum reynslu af þessu.
Það er engin skömm að því og þið gætuð verið að bjarga lífi einstaklings og líðan margra.
Unglingasími 824-7666
Nánari upplýsingar á
www.lundur.net
[email protected]
Erlingur Jónsson
864-5452