Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Aaah.... klámkvöld
Föstudagur 20. janúar 2006 kl. 10:36

Aaah.... klámkvöld

Klámkvöld eru haldin á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Fyrir hverja er þetta klámkvöld? Þetta virðist samkvæmt auglýsingu vera kvöld þar sem kvenfólk glennir sig framan í karlmennina á skemmtistaðnum. Svo er líka verið að kenna ungu fólki að nota verkfæri í kynlífinu, ungu náttúrulegu verkfærin virðast eitthvað slöpp.

Stelpurnar dansa í dansbúrum á klámkvöldi, stelpurnar ganga léttklæddar um staðinn og sýna listir sínar, stelpurnar bleyta bolina sína og sýna brjóstin á sér og fyrstu 50 stelpurnar sem mæta á staðinn fá frítt að drekka (svo þær verði nú örugglega til í tuskið) og fá fullnægingu við innganginn! Maður veltir því fyrir sér hvers konar stelpur láta hafa sig út í svona klámkvöld? Eru stelpurnar tilbúnar að vera nokkurs konar gæludýr karlmanna þetta kvöld? Halda þessar stelpur að þær séu að auka virðingu karlmanna á sér á svona klámkvöldi? Hvar er jafnréttið stelpur?

Eða er þetta klámkvöld bara eitt stórt grín? Það væri gaman að vita hvaða hugarfar liggur að baki svona klámkvöldi. Ef eitthvert jafnrétti væri í svona klámkvöldi þá sæjum við líka fyrstu 50 strákana fá fullnægingu við innganginn (dáldið subbulegt en samt), strákar dönsuðu í búrum eins og kvendýrin gera, strákar gengju léttklæddir um staðinn og sýndu listir sínar (hvaða listir ætli það væru?), strákar kepptu í blautnærbrókakeppni svo kvenfólkið sæi nú örugglega hvað væri stórt undir þeim! Nei í alvöru stelpur er þetta ekki hálf hallærislegt kvöld eftir alla jafnréttisbaráttu mömmu, ömmu og langömmu?

Mikið væri nú gaman að sjá þá Traffic eigendur auglýsa næst fallegt kvöld þar sem ást og rómantík réði ríkjum. Eða er það kannski of væmið strákar?

Valentínusarkvöld væri rós í hnappagatið ykkar. Kvöld þar sem virðing er borin fyrir báðum kynjum og þeim gert jafn hátt undir höfði. Bara nafnið klámkvöld kallar á einhverja allt aðra orku en svona ástarkvöld myndi gera.

Með kveðju frá mömmu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024