Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Miðvikudagur 11. október 2006 kl. 17:19

Á vit framtíðar

Vinstri hreyfingin – grænt framboð heldur opinn fund í Verkalýðshúsinu, Tjarnargötu 8 í Sandgerði fimmtud. 12. okt. kl. 20.   Þar mun Sigríður Ágústa Jónsdóttir, forstöðumaður hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og varabæjarfulltrúi í Sandgerði, flytja ávarp heimamanns. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður fara yfir það sem efst er á baugi og hvað VG hefur til málanna að leggja. Atli Gíslason hefur gefið kost á sér í 1. sæti framboðslista VG í Suðurkjördæmi. Hann hefur beitt sér fyrir mörgum mannréttinda- og umhverfismálum, bæði sem lögmaður og varaþingmaður.

Viðskilnaður hersins og framtíð flugvallarsvæðisins mun pottþétt bera á góma, svo og efling fjölþættrar atvinnustarfsemi fyrir jafn karla og konur, velferðarmál og verndun náttúru, enda hafa Vinstri græn verið þar í fararbroddi. Álver eru aftarlega á forgangslista Vinstri grænna, enda dýr og umhverfisspillandi atavinnutækifæri. Fólkið í landinu virðist kunna vel að meta stefnumál Vinstri grænna ef marka má skoðanakannanir undanfarið.

Í von um góða mætingu og frjóar samræður í Sandgerði á fimmtudag.

Þorvaldur Örn Árnason, formaður VG á Suðurnesjum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024