Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Á sjötta hundrað manns á vel heppnuðum fjölskyldudegi
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 10:08

Á sjötta hundrað manns á vel heppnuðum fjölskyldudegi

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ stóð fyrir fjölskyldudegi við kosningamiðstöð flokksins í gær og var boðið upp á pylsur og léttar veitingar. Börnin hoppuðu í hoppukastala og félagar frá Hestamannafélaginu Mána buðu krökkunum í reiðtúr.

Árni Sigfússon bæjarstjóri, Böðvar Jónsson og Haraldur Helgason spiluðu á gítar og sungu fyrir gesti við góðar undirtektir. Ungir sjálfstæðismenn úr Heimi sáu um fjölskyldudaginn og eiga þeir fjölmörgu Heimismenn og konur sem lögðu hönd á plóginn hrós skilið fyrir frábæra dagskrá. Í kvöld bjóða ungir sjálfstæðismenn til dansleiks í Stapa með hjómsveitinni í Svörtum fötum, húsið opnar kl.24.00 og það er frítt inn. 18 ára aldurstakmark, segir í tilkynningu frá D-listanum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024