A-listinn mun stórauka framlög til menningar og tómstundamála
Á undanförnum árum hefur verið mikil gróska í menningar- og tómstundamálum í Reykjanesbæ fjöldi einstaklinga og hópa eru að vinna fjölbreytt starf. Ljósanótt hefur verið að festa sig í sessi sem ein mesta menningarhátíð hvert ár og er það ekki síst að þakka þeim mikla krafti sem býr í listamönnum bæjarins okkar og öflugum menningarfulltrúa, Valgerði Guðmundsdóttur. Framámenn bæjarins tala á tyllidögum fjálglega um gildi þess að efla menninguna en mikið hefur vantað á að gerðir hafi fylgt orðum. Staðan er nú þannig að stórhætta er á að sú mikla gróska sem nú er í menningarlífi bæjarins kulni niður ef bæjaryfirvöld halda áfram að setja menninguna í baksætið, segja fallega hluti en láta ekki nægjanlegt fjármagn eða húsnæði fylgja með.
Þátttökukortin nýtast í menningar- og tómstundastarfi
Til að efla enn frekar gróskumikið starf menningar- og tómstundafélaga hér í bæ mun A-listinn að fjölga þjónustusamningum við menningar- og tómstundafélög og stór auka fjárframlög til þessa málaflokks. Ekki bara vegna þess að menning er mannbætandi og að öflugra menningarstarf er ávísun á betri bæjarbrag heldur einnig vegna þess mikilvæga samfélagslega hlutverks sem menningar- og tómstundafélög gegna. A-listinn mun styrkja það hlutverk enn frekar.
Til þess að tryggja jafnan rétt allra barna til þátttöku í viðurkenndu tómstunda- og menningarstarfi mun A-listinn senda út þátttökukort að andvirði 25.000 kr. fyrir 6–16 ára börn sem nýta má til þess að greiða niður þátttökugjöld í íþróttum, tómstundum eða menningarstarfi. A-listinn mun einnig að sjá til þess að fatlaðir jafnt sem ófatlaðir eigi greiðan aðgang í hvaða tómstundastarf sem er. Til að félög eigi auðvelt með að sinna þessu aukna hlutverki þarf að auka fjármagn verulega til þessa málaflokks og það ætlar A-listinn að gera.
Uppbygging menningarhúsnæðis
Engin heildaráætlun er fyrir hendi um uppbyggingu menningarhúsnæðis í Reykjanesbæ en A-listinn mun setja fram slíka áætlun þar sem gert verður ráð fyrir að sýningarsölum fjölgi og vinnustofur bjóðist listamönnum til menningarstarfs. A-listinn mun fylgja eftir gömlum áætlunum um uppbyggingu Duushúsa og Ficherstorfunnar og líta til Vatnsnessins þegar hugsað er til framtíðar safna bæjarins. Vel má hugsa sér Vatnsnesið sem blandaða menningarbyggð með íbúðum, bókasafni, ráðhúsi og tónlistarskóla, með gamla Vatnsneshúsið og byggðasafnið sem glæsilegan miðpunkt.
X við A á kjördag er atkvæði greitt öflugra menningar- og tómstundstarfi og bættum bæjarbrag í Reykjanesbæ.
Guðný Kristjánsdóttir skipar 5 sæti A-listans í Reykjanesbæ
Þátttökukortin nýtast í menningar- og tómstundastarfi
Til að efla enn frekar gróskumikið starf menningar- og tómstundafélaga hér í bæ mun A-listinn að fjölga þjónustusamningum við menningar- og tómstundafélög og stór auka fjárframlög til þessa málaflokks. Ekki bara vegna þess að menning er mannbætandi og að öflugra menningarstarf er ávísun á betri bæjarbrag heldur einnig vegna þess mikilvæga samfélagslega hlutverks sem menningar- og tómstundafélög gegna. A-listinn mun styrkja það hlutverk enn frekar.
Til þess að tryggja jafnan rétt allra barna til þátttöku í viðurkenndu tómstunda- og menningarstarfi mun A-listinn senda út þátttökukort að andvirði 25.000 kr. fyrir 6–16 ára börn sem nýta má til þess að greiða niður þátttökugjöld í íþróttum, tómstundum eða menningarstarfi. A-listinn mun einnig að sjá til þess að fatlaðir jafnt sem ófatlaðir eigi greiðan aðgang í hvaða tómstundastarf sem er. Til að félög eigi auðvelt með að sinna þessu aukna hlutverki þarf að auka fjármagn verulega til þessa málaflokks og það ætlar A-listinn að gera.
Uppbygging menningarhúsnæðis
Engin heildaráætlun er fyrir hendi um uppbyggingu menningarhúsnæðis í Reykjanesbæ en A-listinn mun setja fram slíka áætlun þar sem gert verður ráð fyrir að sýningarsölum fjölgi og vinnustofur bjóðist listamönnum til menningarstarfs. A-listinn mun fylgja eftir gömlum áætlunum um uppbyggingu Duushúsa og Ficherstorfunnar og líta til Vatnsnessins þegar hugsað er til framtíðar safna bæjarins. Vel má hugsa sér Vatnsnesið sem blandaða menningarbyggð með íbúðum, bókasafni, ráðhúsi og tónlistarskóla, með gamla Vatnsneshúsið og byggðasafnið sem glæsilegan miðpunkt.
X við A á kjördag er atkvæði greitt öflugra menningar- og tómstundstarfi og bættum bæjarbrag í Reykjanesbæ.
Guðný Kristjánsdóttir skipar 5 sæti A-listans í Reykjanesbæ