A-listinn boðar tveggja turna slag
A-listinn í Reykjanesbæ boðar tveggja turna slag í komandi bæjarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ, en sameiginlegt framboð framsóknarmanna, Samfylkingar og óháðra opnaði kosningaskrifstofu sína í dag að Hafnargötu 62, Glóðinni, auk þess sem fullskipaður listi var kynntur.
Í tilkynningu frá A-listanum segir að listanum sé sérstaklega stillt upp til að fella núverandi meirihluta Reykjanesbæjar, þar sem landslagið kalli á breytingar. Þau leggi sterka áherslu á að auka aðgengi kjósenda að stefnumótun bæjarfélagsins óháð flokkum og að bæjarbúar hafi raunveruleg tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðunartöku er varða bæjarfélagið.
Efstu sæti skipa að mestu reynt fólk í bæjarstjórnmálum, en athygli vekur að í 6. sæti, baráttusætinu, er fyrrverandi fjármálastjóri Reykjanesbæjar, Reynir Valbergsson sem starfaði hjá Reykjanesbæ í 9 ár. Þá skipar Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, 2. sætið á listanum og er hann einnig nýr í bæjarpólitíkinni í Reykjanesbæ.
Listinn er svohljóðandi:
1.Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi
2. Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra
3. Sveindís Valdimarsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi
4. Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
5. Guðný Kristjánsdóttir, stuðningsfulltrúi
6. Reynir Valbergsson, fjármálastjóri
7. Lilja Samúelsdóttir, rekstrarráðgjafi
8. Eysteinn Eyjólfsson, kennari
9. Brynja Lind Sævarsdóttir, formaður FUF (Félags Ungra Framsóknarmanna)
10. Arngrímur Guðmundsson, yfireftirlitsmaður öryggissviðs
11. Guðbjörg Jónatansdóttir, framhaldsskólakennari
12. Brynjar Harðarson, skólasafnvörður
13. Magnús Þórisson, matreiðslumaður
14. Auður Sigurðardóttir, verkstjóri
15. Arnar Magnússon, nemi og formaður NFS (Nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurnesja)
16. Hafdís Helga Þorvaldsdóttir, leikskólakennari
17. Steinþór Jóhannsson, framkvæmdastjóri
18. Oddný Mattadóttir, húsmóðir
19. Eðvarð Þór Eðvarðsson, kennari
20. Hjálmar Árnason, alþingismaður
21. Þórdís Þormóðsdóttir, félagsráðgjafi
22. Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri
Áhugasömum er bent á að skrifstofan er opin alla virka daga frá 17 til 22 og á laugardögum frá 10 til 12.
VF-myndir/Þorgils