Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Á hvaða plánetu búa ráðherrarnir?
  • Á hvaða plánetu búa ráðherrarnir?
    Jórunn Tómasdóttir
Fimmtudagur 3. apríl 2014 kl. 15:19

Á hvaða plánetu búa ráðherrarnir?

- Jórunn Tómasdóttir skrifar

Annað hvort er ríkisstjórninni ekki sjálfrátt eða hún er fullkomlega veruleikafirrt. Nema hvort tveggja sé. Í miðju hörðu og sársaukafullu verkfalli framhaldsskólakennara boðar fjármálaráðherra frumvarp um kaupauka handa fjármálaumsýslufólki, allt að fullum árslaunum!

Starfsmenn fjármálafyrirtækja, einnig þeirra sem eru í ríkiseigu,  eru almennt með margföld grunnlaun kennara á mánuði. Þrátt fyrir það er brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar að lögleiða greiðslu kaupauka til þessa hálaunafólks. Eru allir búnir að gleyma 2008?
 
Ég hef aldrei fengið svar við þeirri spurningu hvers vegna þeir sem sýsla með peninga ertu virtir til margfalt hærri launa en þeir sem annast um fólk og hvers vegna það teljist eðlilegt. Ég hef heldur aldrei skilið hvers vegna launahækkun til láglaunafólks hleypi verðbólgunni í hæstu hæðir og komi öllu úr skorðum í samfélaginu en svo sé í lagi að umbuna sumum um hvorki meira né minna en heil spikfeit árslaun án þess að nokkur hætta verði á ferðum. Það skyldi þó ekki vera að krónurnar sem renna til láglaunahópanna séu  verðbólguvírussmitaðar en ekki þær sem renna til hálaunafólksins.

Spyr sá sem ekki veit.

Jórunn Tómasdóttir
framhaldsskólakennari í FS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024