Á ferð um fagra Ísland
Upphafspuntur allflestra hringferða um landið með erlenda ferðamenn hefst á Keflavíkurflugvelli. Langferðabílarnir bíða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar með bílstjóra og leiðsögumenn til þjónustu reiðubúna. Þar innan um geta verið bílstjórar sem sjá einnig um leiðsögn fyrir minnstu hópana.
Hringferðirnar geta staðið yfir í allt að þrjár vikur.
Ofangreindir bílstjórar og leiðsögumenn eru þeir aðilar sem ferðamennirnir kynnast hvað best og eru því andlit þjóðarinnar í hugum þeirra. Því er það mikilvægt að fólk með góða þjónustulund og ábyrgðarkennd veljist til þessara starfa sem snúa almennt að ferðamannaiðnaðinum.
Í huga ferðamanns telst vel heppnuð ferð um landið þegar ferðaáætlun er honum að skapi og hann finnur að allt er gert svo honum megi líða sem best. Þessi regla er ein sú besta markaðssetning sem völ er á og jafnframt sú ódýrasta. Pantanir á ferðum til landsins næsta sumar sýna um 40% aukningu á milli ára sem sannar að við Íslendingar erum á réttri leið í ferðamannaiðnaðinum.
Það vakti athygli mína sem hópferðabílstjóri og Suðurnesjamaður að flestar þær hringferðir sem ég hef farið síðustu árin, hafa byrjað á því að keyra farþegana frá Keflavíkurflugvelli beint til fyrsta náttstaðar í Reykjavík. Nokkur dæmi eru þó til um að stefnan hafi verið tekin t.d. austur fyrir fjall. Við þessar aðstæður gefst ekki tími til að skoða á leiðinni marga fallega staði heldur er kappkostað við að koma ferðamönnunum í gistingu sem allra fyrst.
Hér eru sóknarfæri fyrir ferðamannaiðnaðinn á Suðurnesjum ef rétt er á málum haldið en til þess þarf nána samvinnu við ferðaskrifstofurnar. Þetta ætti ekki síður að vera akkur fyrir þær að ferðamenn í hringferð um landið geti fengið sem mest út úr fyrsta degi ferðar og náð samt náttstað í tæka tíð.
Á þessum fyrsta degi væri upplagt að fara í smá ferð með ferðamennina um Stór-Reykjanesbæjarsvæðið t.d. að skoða Fræðasetrið í Sandgerði, fara á bryggjuna ef bátarnir væru að landa og ef veður væri gott mætti fara í fjöruferð og skoða fuglana við Garðskagavita. Þar væri hægt að taka skemmtilegar myndir m.a. af Snæfellsjökli sé skyggni gott. Svo yrði snæddur kvöldverður fyrir svefninn á hóteli í Reykjanesbæ.
Á öðrum degi eftir morgunmat væri haldið í áttina að Reykjanesvita til að skoða þær náttúruperlur sem þar eru að finna. Á leiðinni hefðu ferðamennirnir ábyggilega gaman af að skoða brúna sem er á milli Evrópu- og Ameríkuflekanna hér fyrir sunnan. Svo væri haldið til Grindavíkur, komið við í Bláa Lóninu, farið í bað og einnig væri hægt að skoða Gjána hjá Hitaveitu Suðurnesja til að fræðast um jarðsögu Íslands. Eftir baðið væri upplagt við komuna til Grindvíkur að gera innkaup vegna hádegisverðar. Eftir matinn væri hægt t.d. að skoða Saltfisksetrið í Grindavík áður en haldið væri austur Suðurstrandaveg á leið til Gullfoss. Á þessari leið er margt fallegt að sjá t.d. Krýsuvíkursvæðið.
Hér má sjá hvað Suðurnesin eru vel staðsett við upphaf hringferðar með erlenda gesti. Í framhaldinu tæki svo við Þingvellir, Skálholt og Geysir svo einhver dæmi séu nefnd. Eftir skoðun á Gullfossi væri kominn tími til að fara á áfangastað og fá sér kvöldverð áður en gengið væri til náða.
Við lok annars dags ferðar erum við vel staðsett til að halda áfram til allra átta svo sem norður um Kjöl, Fjallabaksleið til Landmannalauga og/eða til Bakkaflugvallar ef ferðinni væri heitið til Vestmannaeyja.
Sem dæmi um hversu mikilvægt það er að vel til takist í samskiptum við þessa erlenda gesti okkar sem koma til að skoða landið, vil ég segja frá því að í einni tjaldferðinni þar sem ég var bæði bílstjóri og fararstjóri og stóð í 14 daga kynntist ég heimsfrægum ljósmyndara Heinz Zak og fjölskyldu hans sem sérhæfir sig m.a. í myndatökum af fjallaklifi og hyggur hann á útgáfu ljósmyndabókar um Ísland. Þessi bók yrði ígildi verðmætrar auglýsingar um land okkar og þjóð.
Það er mikilvægt að Suðurnesjamenn geri sér grein fyrir þeim tækifærum sem bjóðast í ferðamanniðnaðinum og að það náist breið samstaða á milli hagsmunaaðila og stjórnmálamanna á svæðinu um að það sem við höfum upp á að bjóða nýtist sem best ferðamönnum, okkur til framdráttar.
Baldvin Nielsen
Reykjanesbæ
Ljósmynd: Baldvin Nielsen og Heinz Zak í tjaldferð við Veiðivötn, ágúst 2002.
Hringferðirnar geta staðið yfir í allt að þrjár vikur.
Ofangreindir bílstjórar og leiðsögumenn eru þeir aðilar sem ferðamennirnir kynnast hvað best og eru því andlit þjóðarinnar í hugum þeirra. Því er það mikilvægt að fólk með góða þjónustulund og ábyrgðarkennd veljist til þessara starfa sem snúa almennt að ferðamannaiðnaðinum.
Í huga ferðamanns telst vel heppnuð ferð um landið þegar ferðaáætlun er honum að skapi og hann finnur að allt er gert svo honum megi líða sem best. Þessi regla er ein sú besta markaðssetning sem völ er á og jafnframt sú ódýrasta. Pantanir á ferðum til landsins næsta sumar sýna um 40% aukningu á milli ára sem sannar að við Íslendingar erum á réttri leið í ferðamannaiðnaðinum.
Það vakti athygli mína sem hópferðabílstjóri og Suðurnesjamaður að flestar þær hringferðir sem ég hef farið síðustu árin, hafa byrjað á því að keyra farþegana frá Keflavíkurflugvelli beint til fyrsta náttstaðar í Reykjavík. Nokkur dæmi eru þó til um að stefnan hafi verið tekin t.d. austur fyrir fjall. Við þessar aðstæður gefst ekki tími til að skoða á leiðinni marga fallega staði heldur er kappkostað við að koma ferðamönnunum í gistingu sem allra fyrst.
Hér eru sóknarfæri fyrir ferðamannaiðnaðinn á Suðurnesjum ef rétt er á málum haldið en til þess þarf nána samvinnu við ferðaskrifstofurnar. Þetta ætti ekki síður að vera akkur fyrir þær að ferðamenn í hringferð um landið geti fengið sem mest út úr fyrsta degi ferðar og náð samt náttstað í tæka tíð.
Á þessum fyrsta degi væri upplagt að fara í smá ferð með ferðamennina um Stór-Reykjanesbæjarsvæðið t.d. að skoða Fræðasetrið í Sandgerði, fara á bryggjuna ef bátarnir væru að landa og ef veður væri gott mætti fara í fjöruferð og skoða fuglana við Garðskagavita. Þar væri hægt að taka skemmtilegar myndir m.a. af Snæfellsjökli sé skyggni gott. Svo yrði snæddur kvöldverður fyrir svefninn á hóteli í Reykjanesbæ.
Á öðrum degi eftir morgunmat væri haldið í áttina að Reykjanesvita til að skoða þær náttúruperlur sem þar eru að finna. Á leiðinni hefðu ferðamennirnir ábyggilega gaman af að skoða brúna sem er á milli Evrópu- og Ameríkuflekanna hér fyrir sunnan. Svo væri haldið til Grindavíkur, komið við í Bláa Lóninu, farið í bað og einnig væri hægt að skoða Gjána hjá Hitaveitu Suðurnesja til að fræðast um jarðsögu Íslands. Eftir baðið væri upplagt við komuna til Grindvíkur að gera innkaup vegna hádegisverðar. Eftir matinn væri hægt t.d. að skoða Saltfisksetrið í Grindavík áður en haldið væri austur Suðurstrandaveg á leið til Gullfoss. Á þessari leið er margt fallegt að sjá t.d. Krýsuvíkursvæðið.
Hér má sjá hvað Suðurnesin eru vel staðsett við upphaf hringferðar með erlenda gesti. Í framhaldinu tæki svo við Þingvellir, Skálholt og Geysir svo einhver dæmi séu nefnd. Eftir skoðun á Gullfossi væri kominn tími til að fara á áfangastað og fá sér kvöldverð áður en gengið væri til náða.
Við lok annars dags ferðar erum við vel staðsett til að halda áfram til allra átta svo sem norður um Kjöl, Fjallabaksleið til Landmannalauga og/eða til Bakkaflugvallar ef ferðinni væri heitið til Vestmannaeyja.
Sem dæmi um hversu mikilvægt það er að vel til takist í samskiptum við þessa erlenda gesti okkar sem koma til að skoða landið, vil ég segja frá því að í einni tjaldferðinni þar sem ég var bæði bílstjóri og fararstjóri og stóð í 14 daga kynntist ég heimsfrægum ljósmyndara Heinz Zak og fjölskyldu hans sem sérhæfir sig m.a. í myndatökum af fjallaklifi og hyggur hann á útgáfu ljósmyndabókar um Ísland. Þessi bók yrði ígildi verðmætrar auglýsingar um land okkar og þjóð.
Það er mikilvægt að Suðurnesjamenn geri sér grein fyrir þeim tækifærum sem bjóðast í ferðamanniðnaðinum og að það náist breið samstaða á milli hagsmunaaðila og stjórnmálamanna á svæðinu um að það sem við höfum upp á að bjóða nýtist sem best ferðamönnum, okkur til framdráttar.
Baldvin Nielsen
Reykjanesbæ
Ljósmynd: Baldvin Nielsen og Heinz Zak í tjaldferð við Veiðivötn, ágúst 2002.