Á að skipta um skipstjóra og áhöfn þegar vel hefur fiskast?
F-listi framfarasinnaðra kjósenda í Garði hefur verið í meirihluta hreppsnefndar Gerðahrepps sl. fjögur ár. Einnig voru þessir sömu menn í meirihluta árin fjögur á undan, undir merkjum H-listans. Það er mitt álit að þessir menn hafi staðið sig mjög vel. Við höfum góða íþrótta- og sundmiðstöð, tónlistarskóla, grunnskóla, sem verður einsetinn í haust og nýjan leikskóla. Þetta eru atriði sem stuðla að góðu mannlífi í Garðinum og gera byggðarlagið aðlaðandi fyrir þá sem eru að leita eftir hentugum stað til að búa á. Í Garðinum eru mörg öflug og lifandi félög sem bæta mannlífið. Síðast en ekki síst er hér gott atvinnulíf vegna dugnaðar atvinnurekenda og starfsfólks þeirra. Í Garðinum er gott að ala upp börn, m.a. vegna nálægðar við náttúruna og þess góða samfélags sem hér er. Það er oft eftir því tekið hve framkoma barna og unglinga héðan er til fyrirmyndar og má e.t.v. þakka það þeirri samkennd sem þau eru alin upp við í þessu litla bæjarfélagi.
Sveitarstjórnin hefur staðið skynsamlega að uppbyggingu síðustu árin. Það sem stendur næst fólkinu hefur haft forgang, þ.e.a.s. skólarnir og íþróttaaðstaðan eins og áður er nefnt. Nú nýlega lauk undirbúningi að byggingu íbúða fyrir aldraða, sem reistar verða hjá Garðvangi. Þær teikningar hef ég séð og þær sýna að fullt tillit er tekið til þarfa Garðvangs m.t.t. stækkunar dvalarheimilisins og hefur arkitektinum tekist að gera þetta svo úr garði að allir ættu að geta vel við unað. Það er því að mínu mati algjör óþarfi að jagast um staðsetninguna, heldur ættu allir að sameinast um að koma þessu mikilvæga verkefni í höfn sem allra fyrst.
Unnið hefur verið markvisst að því að gera umhverfið snyrtilegra og er innkoman í Garðinn gott dæmi um það. Íbúarnir láta ekki sitt eftir liggja í þeim málum og árlega eru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi íbúðarhúsa og stofnana. Nú er komið að því að gera gangstéttar, leggja bundið slitlag á alla afleggjara og malbika þær götur sem eftir eru. Þetta er mikið framfara mál og er það ánægjulegt að verktakar úr Garðinum voru með lægsta tilboðið og fengu verkið. Sveitarstjórnin er vel í stakk búin að glíma við öll þessi verkefni á næstu árum, enda sýndi könnun Vísbendingar, sem er hlutlaus aðili, að Gerðahreppur er í áttunda efsta sætinu yfir best reknu sveitarfélög landsins.
Á sínum tíma þótti mér sveitarfélagið einum of íhaldssamt varðandi byggingar íbúða í félagslega kerfinu, en í dag sé ég að þetta hefur verið rétt stefna, því flest þau sveitarfélög úti á landi, sem fóru geist í þennan málaflokk eru nú í miklum fjárhagsvanda vegna þessa.
Varðandi lóðamálin hér í Garðinum vil ég lýsa ánægju minni yfir þeirri stefnu núverandi sveitarstjórnar að kaupa sem mest af landi úr einkaeign og koma þannig til móts við húseigendur með lægri lóðaleigu. Land verður ekki verðmætt fyrr en samfélagið nýtir það til uppbyggingar, hvort sem er fyrir einstaklinga eða stofnanir. Í þessu samhengi má nefna það að heitt vatn í jörðu verður ekki verðmætt fyrr en samfélagið þarf á því að halda.
Land undir ýmsum opinberum stofnunum samfélagsins (kjósenda) hér í Garðinum, er í einkaeign nokkurra Garðbúa, m.a. má þar nefna grunnskólann, áhaldahúsið, samkomuhúsið og húsnæði hreppsskrifstofunnar. Leigugjald fyrir þessar lóðir er á bilinu 600 til 700 þúsund á ári. Sveinn Árnason gaf land undir íþrótta og sundmiðstöðina og sinn hluta lands undir Garðvang. Einnig gaf Jón Haraldsson á sínum tíma lóð undir leikskólann Gefnarborg. Þetta finnst mér til fyrirmyndar hjá þessum mönnum og sýnir hug þeirra til samfélagsins. Mér finnst sanngjarnt að greidd sé sanngjörn leiga fyrir íbúðarhúsalóðir, en aftur á móti eigi alls ekki að þurfa að greiða fyrir lóðir undir sameiginlegar stofnanir samfélagsins.
Mig langar til að rifja upp hvernig stóð á klofningi H-listans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1998. Klofningur listans varð vegna þess að ágreiningur varð um það hvort velja ætti á listann með prófkjöri eða uppstillingu. Núverandi H-listafólk vildi prófkjör, sem mér og fleirum þótti vera búið að sýna sig víða, sem skrumskælingu á lýðræðinu. Þessa skoðun mína lét ég í ljós á fundi um þetta mál og stóð þá einnig upp sú kona sem skipar nú fyrsta sæti H-listans og kvaðst sammála mér, enda hefði hún þá nýlega setið fund sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, þar sem fólk var sammála um að prófkjör væru gengin sér til húðar í þáverandi mynd. En hún bætti svo við að hún stæði með Finnboga Björnssyni að því að fara í prófkjör. Þeir fundarmenn sem studdu meirihluta hreppsnefndar sættu sig ekki við þessa ákvörðun og því fór sem fór. Það er umhugsunarvert, að ekki var minnst á prófkjör hjá H-listanum núna og ekki boðað til almenns fundar um undirbúning kosninganna, svo ekki virðist prófkjör vera svo mikilvægt nú eins og það var fyrir fjórum árum.
Sigurður Jónsson, sem ráðinn hafði verið sveitarstjóri af H-lista mönnum tók þá ákvörðun að fylgja sinni sannfæringu og studdi nýja listann, sem skipaður var meirihlutamönnum í hreppsnefnd. Ég tel að Sigurður hafi sýnt kjark og þor með því að fylgja F-listanum að málum og standa og falla með því. Ég hef ekki orðið var við annað en að Sigurður hafi verið góður sveitarstjóri allra Garðbúa. Það er sjálfsagt vandasamt að gera alltaf svo öllum líki, en Sigurður hefur verið virðingarverður fulltrúi Gerðahrepps.
Frambjóðendur H-listans hafa ítrekað nefnt það í greinaskrifum að F-lista menn óttist þá hugmynd H-listans að þeir skuli flagga Ellerti Eiríkssyni núverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, sem hugsanlegu sveitarstjóraefni sínu. Ellert er nú í 14.sæti á lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og er ekkert undarlegt þótt menn séu dálítið hissa á þessu. Svo virðist sem H-lista menn bindi miklar vonir við störf hans og virðast treysta honum betur en sjálfum sér til að stjórna Gerðahreppi. Ellert er nú þegar orðinn stjórnarformaður í tveim öflugum fyrirtækjum, Hitaveitu Suðurnesja og Fiskmarkaði Suðurnesja. Það þætti áreiðanlega furðulegt ef þessi staða kæmi upp í Reykjanesbæ, þ.e. að dæmið snerist við, þá held ég að heyrast myndi hljóð úr strokki þar á bæ.
Ef við viljum halda í lýðræðið, þá eru það kosnir fulltrúar okkar kjósenda sem ráða ferðinni, en bæjar- og sveitarstjórar starfa í þeirra umboði. Þannig tel ég að við Íslendingar viljum hafa það og eftir þeim leikreglum hefur Sigurði Jónssyni sveitarstjóra Gerðahrepps, gengið vel að vinna. Þess vegna segi ég: Kjósum F-listann, því við vitum hvað við höfum og þurfum því ekki að skipta um áhöfn.
Jóhannes S. Guðmundsson
Sveitarstjórnin hefur staðið skynsamlega að uppbyggingu síðustu árin. Það sem stendur næst fólkinu hefur haft forgang, þ.e.a.s. skólarnir og íþróttaaðstaðan eins og áður er nefnt. Nú nýlega lauk undirbúningi að byggingu íbúða fyrir aldraða, sem reistar verða hjá Garðvangi. Þær teikningar hef ég séð og þær sýna að fullt tillit er tekið til þarfa Garðvangs m.t.t. stækkunar dvalarheimilisins og hefur arkitektinum tekist að gera þetta svo úr garði að allir ættu að geta vel við unað. Það er því að mínu mati algjör óþarfi að jagast um staðsetninguna, heldur ættu allir að sameinast um að koma þessu mikilvæga verkefni í höfn sem allra fyrst.
Unnið hefur verið markvisst að því að gera umhverfið snyrtilegra og er innkoman í Garðinn gott dæmi um það. Íbúarnir láta ekki sitt eftir liggja í þeim málum og árlega eru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi íbúðarhúsa og stofnana. Nú er komið að því að gera gangstéttar, leggja bundið slitlag á alla afleggjara og malbika þær götur sem eftir eru. Þetta er mikið framfara mál og er það ánægjulegt að verktakar úr Garðinum voru með lægsta tilboðið og fengu verkið. Sveitarstjórnin er vel í stakk búin að glíma við öll þessi verkefni á næstu árum, enda sýndi könnun Vísbendingar, sem er hlutlaus aðili, að Gerðahreppur er í áttunda efsta sætinu yfir best reknu sveitarfélög landsins.
Á sínum tíma þótti mér sveitarfélagið einum of íhaldssamt varðandi byggingar íbúða í félagslega kerfinu, en í dag sé ég að þetta hefur verið rétt stefna, því flest þau sveitarfélög úti á landi, sem fóru geist í þennan málaflokk eru nú í miklum fjárhagsvanda vegna þessa.
Varðandi lóðamálin hér í Garðinum vil ég lýsa ánægju minni yfir þeirri stefnu núverandi sveitarstjórnar að kaupa sem mest af landi úr einkaeign og koma þannig til móts við húseigendur með lægri lóðaleigu. Land verður ekki verðmætt fyrr en samfélagið nýtir það til uppbyggingar, hvort sem er fyrir einstaklinga eða stofnanir. Í þessu samhengi má nefna það að heitt vatn í jörðu verður ekki verðmætt fyrr en samfélagið þarf á því að halda.
Land undir ýmsum opinberum stofnunum samfélagsins (kjósenda) hér í Garðinum, er í einkaeign nokkurra Garðbúa, m.a. má þar nefna grunnskólann, áhaldahúsið, samkomuhúsið og húsnæði hreppsskrifstofunnar. Leigugjald fyrir þessar lóðir er á bilinu 600 til 700 þúsund á ári. Sveinn Árnason gaf land undir íþrótta og sundmiðstöðina og sinn hluta lands undir Garðvang. Einnig gaf Jón Haraldsson á sínum tíma lóð undir leikskólann Gefnarborg. Þetta finnst mér til fyrirmyndar hjá þessum mönnum og sýnir hug þeirra til samfélagsins. Mér finnst sanngjarnt að greidd sé sanngjörn leiga fyrir íbúðarhúsalóðir, en aftur á móti eigi alls ekki að þurfa að greiða fyrir lóðir undir sameiginlegar stofnanir samfélagsins.
Mig langar til að rifja upp hvernig stóð á klofningi H-listans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1998. Klofningur listans varð vegna þess að ágreiningur varð um það hvort velja ætti á listann með prófkjöri eða uppstillingu. Núverandi H-listafólk vildi prófkjör, sem mér og fleirum þótti vera búið að sýna sig víða, sem skrumskælingu á lýðræðinu. Þessa skoðun mína lét ég í ljós á fundi um þetta mál og stóð þá einnig upp sú kona sem skipar nú fyrsta sæti H-listans og kvaðst sammála mér, enda hefði hún þá nýlega setið fund sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, þar sem fólk var sammála um að prófkjör væru gengin sér til húðar í þáverandi mynd. En hún bætti svo við að hún stæði með Finnboga Björnssyni að því að fara í prófkjör. Þeir fundarmenn sem studdu meirihluta hreppsnefndar sættu sig ekki við þessa ákvörðun og því fór sem fór. Það er umhugsunarvert, að ekki var minnst á prófkjör hjá H-listanum núna og ekki boðað til almenns fundar um undirbúning kosninganna, svo ekki virðist prófkjör vera svo mikilvægt nú eins og það var fyrir fjórum árum.
Sigurður Jónsson, sem ráðinn hafði verið sveitarstjóri af H-lista mönnum tók þá ákvörðun að fylgja sinni sannfæringu og studdi nýja listann, sem skipaður var meirihlutamönnum í hreppsnefnd. Ég tel að Sigurður hafi sýnt kjark og þor með því að fylgja F-listanum að málum og standa og falla með því. Ég hef ekki orðið var við annað en að Sigurður hafi verið góður sveitarstjóri allra Garðbúa. Það er sjálfsagt vandasamt að gera alltaf svo öllum líki, en Sigurður hefur verið virðingarverður fulltrúi Gerðahrepps.
Frambjóðendur H-listans hafa ítrekað nefnt það í greinaskrifum að F-lista menn óttist þá hugmynd H-listans að þeir skuli flagga Ellerti Eiríkssyni núverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, sem hugsanlegu sveitarstjóraefni sínu. Ellert er nú í 14.sæti á lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og er ekkert undarlegt þótt menn séu dálítið hissa á þessu. Svo virðist sem H-lista menn bindi miklar vonir við störf hans og virðast treysta honum betur en sjálfum sér til að stjórna Gerðahreppi. Ellert er nú þegar orðinn stjórnarformaður í tveim öflugum fyrirtækjum, Hitaveitu Suðurnesja og Fiskmarkaði Suðurnesja. Það þætti áreiðanlega furðulegt ef þessi staða kæmi upp í Reykjanesbæ, þ.e. að dæmið snerist við, þá held ég að heyrast myndi hljóð úr strokki þar á bæ.
Ef við viljum halda í lýðræðið, þá eru það kosnir fulltrúar okkar kjósenda sem ráða ferðinni, en bæjar- og sveitarstjórar starfa í þeirra umboði. Þannig tel ég að við Íslendingar viljum hafa það og eftir þeim leikreglum hefur Sigurði Jónssyni sveitarstjóra Gerðahrepps, gengið vel að vinna. Þess vegna segi ég: Kjósum F-listann, því við vitum hvað við höfum og þurfum því ekki að skipta um áhöfn.
Jóhannes S. Guðmundsson