Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Á að halda þjóð og þingi í óvissu?
Þriðjudagur 26. júlí 2016 kl. 15:00

Á að halda þjóð og þingi í óvissu?

Kafteinn Pírata á Suðurnesjum skrifar

Þeir lofa og lofa og síðan svíkja þeir og svíkja.Verður það síðasta útspil þessarar ríkistjórnar að svíkja fólkið í landinu um kosningar í haust. Það voru tíu þúsund manns sem boðuðu komu sína á mótmælin á Austurvelli þann 4. apríl síðast liðin. Flestir mættu og sýndu ríkistjórninni rauða spjaldið, kröfðust þess að alþingiskosningar færu fram strax og að Sigmundur Davíð segði af sér völdum. Þá var stjórnasamstafinu tjöslað saman með því að Sigurður Ingi tæki við embætti forsætisráðherra. Síðan komu hann og Bjarni Ben fram í stiga alþingis 5. apríl og sögðust ætla að bregðast við kalli þjóðarinnar um kosningar en ekki fyrr en í haust. Nú líður að hausti og eru þessir tveir flokkar marg saga um hvort kosnigar fara fram í haust eða ekki. Þann 5. Júní er haft eftir Sigurði Inga í Vísi að hann sé vanur að standa við orð sín og að boðað verði til alþingiskosninga í haust.

Þá er haft eftir Bjarna á mbl.is þann 6. apríl svo vitnað sé í hans orð þar ,,En við ætl­um að stíga viðbót­ar­skref til þess að mæta kröf­um um að virkja lýðræðið í land­inu og til að koma til móts við þá stöðu sem hef­ur mynd­ast þá hyggj­umst við stefna að því að halda kosn­ing­ar í haust og stytta þar með kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­arþing. „ Bjarni sagði ná­kvæma dag­setn­ingu kosn­ing­anna enn ekki liggja fyr­ir. „Hún mun ráðast af fram­vindu mála.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú kemur Sigmundur Davíð fram á sjónarsviðið og segir að ekkert eigi að flýta kosningum og að ríkistjórnin eigi bara að vinna að sínum málum. Það er sem sagt ekki hægt að ganga að því vísu að kosningar fari farm í haust. Hvað er eiginlega að hjá þessum stjórnarflokkum? Þeir verða að segja af eða á með svo mikilvægt mál sem kosningar eru, þá með því að setja fram dagsetingu um kosningar eða tala þá hreinnt út ef það verða engar kosningar í haust. Því þjóðinn þarf að fá að vita það sem allra fyrst og auðvita alþingi líka því það er þingræði í landinu en ekki einræði. Nú ef það verður raunin að þeir ákveða að kosningarnar fara ekki fram í haust þá þarf þjóðin að láta í sér heyra ef hún er ósammála þessum svikum og lygum í boði ríkistjórnar Framsóknar og Sjálfstæðismanna með þá Sigurð Inga og Bjarna Ben fremsta í flokki.

Fyrir mér lítur dæmið þannig út að Framsóknarmenn geri sér grein fyrir því, að með Sigmund Davíð í fararbroddi þá munu þeir hríð falla í fylgi, ef ekki þurkast út af alþingi og þess vegna eru þeir að ríghalda í ráðherralaunin sín sem lengst og kanski næstu hækkun kjararáðs.

Þórólfur Júlían Dagsson

Kapteinn Pírata á Suðunesjum