Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

626 búnir að kjósa utankjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Föstudagur 3. nóvember 2006 kl. 22:16

626 búnir að kjósa utankjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk kl. 20:00 föstudagskvöldið 3. nóvember voru 626 búnir að kjósa utankjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið verður laugardaginn 4. nóvember.

Kjörfundur opnar kl. 9 laugardaginn 4. nóvember og lýkur honum kl. 18. Prófkjörið er opið öllum kosningabærum mönnum í Suðurkjördæmi, þ.e. þeim sem eru orðnir 18 ára og hafa íslenskan ríkisborgararétt.

Kjörstaðir á Suðurnesjum eru opnir kl. 9-18:
Sandgerði - Miðhús, Garður – Gerðaskóli, Vogar - Stóru Vogaskóli, Reykjanesbær - Salur Verslunarmannafélags Suðurnesja, Grindavík -Verkalýðshús Grindavíkur

Auk þess býðst býðst kjósendum að kjósa utankjörfundar á skrifstofu Samfylkingarinnar v/Hallveigarstíg í Reykjavík á kjördag milli kl. 12:00-16:00 og á einhverjum af þessum tuttugu kjörstöðum í Suðurdæmi ef þeir ná ekki að kjósa í sinni heimabyggð, nálgast má upplýsingar á samfylking.is.

 

Mynd: Hverjir sleppa svo "örugglega ódýrrt" úr prófkjörsslagnum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024