400 störf í Straumsvík til Suðurnesja?
Suðurnesjamenn eiga góðan möguleika á aðgangi að um 400 nýjum störfum við álverið í Straumsvík. Alcan á Íslandi hefur fengið starfsleyfi fyrir 460 þúsund tonna álveri að sögn forstjóra Alcan á Íslandi, en í dag er Alcan á Íslandi að framleiða 180 þúsund tonn. Á vef framsóknarmanna í Reykjanesbæ skrifar Eysteinn Jónsson, formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ, um heimsókn hluta þingflokks Framsóknarflokksins í álverið í Straumsvík. Eysteinn tók þátt í heimsókninni:
„Að mínu mati ættum við á Suðurnesjum vel að geta fengið stóran hluta þessa starfa til okkar. Ekki tekur nema 16-20 mínútur að keyra frá Reykjanesbæ í Straumsvík sem er eflaust skemmri tími en það tekur að keyra frá Straumsvík í Grafarholtið, en Alcan er í dag með ókeypis akstur þangað fyrir sína starfsmenn. Að mínu mati ættu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að leita til Alcan um samstarf til að tryggja okkar hlut sem mestan í þessum 400 nýjum störfum. Þetta mætti gera með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan akstur frá Reykjanesbæ til Straumsvíkur fyrir starfsmenn Alcan sem síðan mætti þróa og myndi renna styrkari stoðum undir rekstur strætisvagnaþjónustu milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur en Akranes hefur nýlega tekið upp slíkar samgöngur í samstarfi við Strætó bs með góðum árangri. Forstjóri Alcan á Íslandi tók undir þessar hugmyndir og sá litinn sem engan mun á því að keyra í Grafarvogin eða til Reykjanesbæjar.“
Grein Eysteins í heild sinni er á slóinni www.xbreykjanesbaer.is
„Að mínu mati ættum við á Suðurnesjum vel að geta fengið stóran hluta þessa starfa til okkar. Ekki tekur nema 16-20 mínútur að keyra frá Reykjanesbæ í Straumsvík sem er eflaust skemmri tími en það tekur að keyra frá Straumsvík í Grafarholtið, en Alcan er í dag með ókeypis akstur þangað fyrir sína starfsmenn. Að mínu mati ættu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að leita til Alcan um samstarf til að tryggja okkar hlut sem mestan í þessum 400 nýjum störfum. Þetta mætti gera með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan akstur frá Reykjanesbæ til Straumsvíkur fyrir starfsmenn Alcan sem síðan mætti þróa og myndi renna styrkari stoðum undir rekstur strætisvagnaþjónustu milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur en Akranes hefur nýlega tekið upp slíkar samgöngur í samstarfi við Strætó bs með góðum árangri. Forstjóri Alcan á Íslandi tók undir þessar hugmyndir og sá litinn sem engan mun á því að keyra í Grafarvogin eða til Reykjanesbæjar.“
Grein Eysteins í heild sinni er á slóinni www.xbreykjanesbaer.is