36 fjölskyldur missa heimili sín í dag
Heimilin verða boðin upp af sýslumönnum í Keflavík, Reykjavík og Hafnarfirði. Hagsmunasamtök heimilanna hafa margoft krafist þess að nauðungarsölur vegna neytendalána verði stöðvaðar, enda eru þær ólögmætar nema dómsúrskurður liggi fyrir. Fulltrúar HH áttu í gær fund með innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þar sem þessi krafa verður ítrekuð enn og aftur.
Það var fátt um svör hjá ráðherra vegna málsins, lögfræðingar og ráðgjafar ráðuneytisins segi ekki hægt að stöðva nauðungarsölurnar vegna eignarréttar kröfuhafa samkvæmt stjórnarskrá. Í því samhengi má benda á að nú hefur verið höfðað dómsmál fyrir hæstaréttir í Svíþjóð þar sem því er haldið fram að nauðungarsala heimila barnafjölskyldna stríði gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna: http://www.dn.se/nyheter/sverige/tvangsforsaljning-kan-strida-mot-fns-barnkonvention/
Nauðungarsölur dagsins fara fram meðan beðið er boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu höfuðstóls lána, sem í einhverjum tilfellum myndu bjarga þessum fjölskyldum frá því að missa heimili sín, næðu þær fram að ganga. Nauðungarsölur eru ekki afturkræfar samkvæmt núgildandi lögum.
F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna
Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir
formaður stjórnar