245 búnir að kjósa utankjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Í dag voru 245 búnir að kjósa utankjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Kosið hefur verið utankjörfundar á skrifstofu flokksins í Reykjavík, í Reykjanesbæ, á Selfossi, á Hornafirði og í Vestamannaeyjum.
Áframhald verður á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í vikunni í Reykjanesbæ, Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn fimmtudag 2. nóv. kl.18-20 og föstudag 3. nóv. kl. 18-20 á eftirtöldum stöðum: Reykjanesbær, skrifstofu Samfylkingarinnar að Iðavöllum 3 Selfoss, Selið, Engjavegi 44 Hornafjörður, í húsnæði Vökuls stéttarfélags Víkurbraut 4 Vestmannaeyjar, á skrifstofu Starfsmannafélags Vestmannaeyja Hilmisgötu 13.
Auk þess fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram á skrifstofu Samfylkingarinnar v/Hallveigarstíg í Reykjavík til kjördags 4.
nóvember. Opið er virka daga kl. 10:00-17:00.
Á kjördag 4. nóvember býðst kjósendum að kjósa utankjörfundar á einhverjum af tuttugu kjörstöðum í í Suðurkjördæmi ef þeir ná ekki að kjósa í sinni heimabyggð, nálgast má upplýsingar um kjörstaði á samfylking.is.
Mynd: Það er alltaf sérstök stemmning yfir kosningum. Þessi mynd er frá sveitarstjórnarkosningunum í vor og nú styttist í það að landsmenn gangi aftur að kjörkössunum þegar kosið verður til Alþingis.