21. september: Alþjóðlegur friðardagur Sameinuðu Þjóðanna
Soroptimistar eru alheimshreyfing kvenna sem vill stuðla að friði í heiminum og þess vegna vill Soroptimistaklúbbur Keflavíkur skora á alla Suðurnesjamenn að sameinast í friðarvilja og kveikja á kerti utandyra, eða innan, þennan dag og hugsa fallega til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðshörmunga.