Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • 200 milljónir til að bæta öryggi á Grindavíkurvegi
  • 200 milljónir til að bæta öryggi á Grindavíkurvegi
Föstudagur 22. desember 2017 kl. 15:01

200 milljónir til að bæta öryggi á Grindavíkurvegi

Það er gleðilegt að sitja í þingsal rétt fyrir jólahátíðina og greiða góðum málum atkvæði. Sérstaklega er það gleðilegt þegar málefnin tengjast kjördæminu okkar. Öryggismál í umferðinni eru eitt af mikilvægustu málum stjórnvalda á hverjum tíma og fagna ég því sérstaklega að nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ætli að leita allra leiða til að fækka slysum. 
 
Fækkum slysum
 
Fjármunum til vegabóta er vel varið. Alvarlega slys á fólki og mannslíf eru samfélagslega dýr. Grindavíkurvegur hefur verið með hættulegustu og slysamestu vegum landsins og því augljóst að úrbóta var þörf. Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að verja skuli 200 milljónum króna til endurbóta á Grindavíkurvegi vegna öryggismála. Ég er þakklát fjárlaganefnd fyrir skilning á málinu en þakka jafnframt góðu samstarfi við bæjaryfirvöld í Grindavík, fyrirtækja á svæðinu og þverpólitísku samstarfi allra þingmanna kjördæmisins og fleiri aðila sem lögðu hönd á plóg.
 
Olíuleki eyðileggur drykkjarvatnið í 100 ár
 
Samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar hefur umferð um Grindavíkurveg við Seltjörn hefur aukist um nærri 60% á milli áranna 2011 og 2016. Árið 2016 fóru að meðaltali nærri 5000 bílar daglega um veginn yfir sumartímann og meira en 3700 yfir vetrartímann. Íbúum í Grindavík hefur fjölgað um rúm 14% á sl. fimm árum og Bláa Lónið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Árið 2016 var gestafjöldi Bláa Lónsins yfir ein milljón og að meðaltali komu 48 rútur þangað daglega auk mikil fjölda fólksbíla. Margt fleira styður að flýta þarf úrbótum á Grindavíkurvegi, m.a. að Grindavíkurvegur er á vatnsverndarsvæði. Ef jeppi fer út af veginum og úr honum leka hundrað lítrar af olíu þá eru líkur á því að olían geti eyðilagt drykkjarvatn hér á Suðurnesjum sem getur orðið til þess að matvælavinnsla leggist af á svæðinu. Drykkjarvatn verður því ónýtt í um hundrað ár og ekki mögulegt að bjóða upp á drykkjarvatn úr krönum á flugstöðinni svo dæmi sé tekið.
Áfram verður verk að vinna og fleiri verkefni sem nauðsynlegt er að koma í framkvæmd. Ég hef fulla trú á því að það góða samstarf sem ég rakti hér fyrir ofan muni halda áfram og þannig getum við í sameiningu aukið öryggi í umferðinni.
 
Silja Dögg Gunnarsdóttir, 
þingmaður Framsóknarflokksins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024