200 manns á fundi með formanni Sjálfstæðisflokksins
Um 200 manns sátu hádegisverðafund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var á Ránni í Reykjanesbæ í gær. Bjarni hefur á síðustu dögum haldið opna fundi víða um landið og farið yfir stöðu landsmálanna, stefnu flokksins o g svarað fyrirspurnum fundargesta. Fram kom í máli Bjarna að grípa þarf til aðgerða fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu og að kosningarnar næstkomandi laugardag snúist um framtíðina. Forgangsatriði í þeim efnum væru velferðarmálin því í huga sjálfstæðismanna felst velferð þjóðarinnar fyrst og fremst í því að fólkið í landinu hafi atvinnu.
Fundaherferð sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ heldur áfram á fimmtudaginn en þá mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, forystumaður sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, ásamt öðrum frambjóðendum fara yfir málefni svæðisins, bæði atvinnutækifæri á Suðurnesjum, menntamálin á Vallarheiði, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fleiri málefni sem brenna heitt á Suðurnesjamönnum.
Fundurinn á fimmtudaginn verður haldinn á Nesvöllum og hefst kl. 20:00.
Allir velkomnir.
Frétt og myndir frá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi