180 milljónir - hvar eru útreikningarnir?
Þrátt fyrir að þátttaka Reykjanesbæjar í fasteignafélaginu Fasteign sé ekki pólitískt mál heldur einfaldlega aðferð við að halda utanum eignir sveitarfélagsins og gera kostnað við rekstur þeirra gagnsæjan þá virðist þetta vera helsta baráttumál A-listans.
Staðreyndin er sú að hægt er að kaupa eignirnar tilbaka á 5 ára fresti og komi það í ljós að hagkvæmara sé fyrir sveitarfélagið að eiga fasteignirnar heldur en að leigja þær, þá verður það gert.
A-listinn setur fram fullyrðingar um að sveitarfélagið spari 180 milljónir á ári með því að eiga fasteignirnar en hefur ekki sýnt hvaða útreikningar liggja þar að baki. Eitt af því sem A-listinn gerir ekki ráð fyrir er rekstrarkostnaður og viðhald eignanna eftir að sveitarfélagið hefur keypt þær tilbaka. Þetta er mjög undarlegur málflutningur og ótrúverðugur um mál sem alls ekki ætti að vera pólitískt.
Viktor B. Kjartansson,
Formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins