Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 12. júní 2003 kl. 13:32

17.júní í Garðinum

Að venju verður mikið um að vera á 17.júní í Garðinum. Það eru félagasamtök hér í Garði, sem hafa allan veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd hátíðarhaldanna með styrk frá sveitarsjóði.Hátíðahöldin hefjast með messu í Útskálakirkju kl.11:00. Klukkan 14:00 hefsjast svo hátíðarhöldiní Íþróttamiðstöðinni með fjölbreyttri dagskrá. Þar má nefna hátíðarræðu,fjallkonuna, ávarp nemenda 10.bekkjar. Á léttu nótunum verða Snuðra og Tuðra, Helga Braga og Ásta úr Stundinni okkar ásamt fleiri atriðum. Söngvarakeppnin verður á sínum stað,atriði frá Tónlistarskólanum, Léttsveit Tónlistarsksóla Reykjanesbæjar, Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu,Grænir vinir. Dans og söngatriði frá heimamönnum o.fl.ofl.

Fyrir utan Íþróttamiðstöðina verða hestar,bílalestin, hoppukastali o.fl. Til sölu verða pylsur, blöðrur o.fl. Á boðstólum í salnum verður glæsilegt kaffihlaðborð á sanngjörnu verði.

Við hvetjum alla Garðbúa til að taka þátt í hátíðahöldunum og að sjálfsögðu eru aðrir velkomnir í Garðinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024