Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

17 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Föstudagur 6. október 2006 kl. 18:24

17 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Sautján gefa kost á sér í fimm efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 4. nóvember og er opið öllum kosningabærum mönnum sem eiga lögheimili í kjördæminu á kjördag. Fimm efstu sætin eru bindandi að teknu tilliti til jafnréttisreglu Samfylkingarinnar um að hvort kyn skuli hafa að lágmarki 40% fulltrúa.
Þeir sem gefa kost á sér eru:

Árni Rúnar Þorvaldsson, Höfn í Hornafirði
Bergvin Oddsson, Grindavík
Björgvin G. Sigurðsson, Skarði Gnúpverjahreppi
Guðrún Erlingsdóttir, Vestmannaeyjum
Gylfi Þorkelsson, Árborg
Hlynur Sigmarsson, Vestamannaeyjum
Hörður Guðbrandsson, Grindavík
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, Reykjanesbæ
Jón Gunnarsson, Vogum
Júlíus H. Einarsson, Sandgerði
Lilja Samúelsdóttir, Reykjanesbæ

Lúðvík Bergvinsson, Vestmannaeyjum
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Árborg
Róbert Marshall, Reykjavík
Sigríður Jóhannesdóttir, Reykjanesbæ
Unnar Þór Böðvarsson, Hvollsvelli
Önundur S. Björnsson, Breiðabólsstað Fljótshlíð

Mynd: Þingmenn allra flokka á ferð um Reykjanes fyrir einhverjum misserum síðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024