Aðsent

15 leiðir til að hreinsa líkamann
Sunnudagur 17. ágúst 2014 kl. 08:00

15 leiðir til að hreinsa líkamann

Heilsuhornið

1.  Drekktu glas af volgu sítrónuvatni. Gott að bæta smá cayenne pipar við til að auka blóðflæðið og frekari hreinsun.
2.  Fáðu þér ferskan grænmetissafa. Einn sem er vinsæll á mínu heimili er rauðrófa, gulrætur, engifer, sellerí, grænt epli og sítróna.
3.   Sötraðu á hreinsandi jurtate eins og t.d. brenninettlu, vallhumalste, grænu te og rauðrunnate.
4.  Bættu við eplaediki í morgunrútínuna þína en eplaedik er talið hafa basísk og hreinsandi áhrif á líkamann.
5.  Borðaðu hreinsandi fæðu. Bættu inn í fæðuna hvítlauk, turmerik, grape ávexti, steinselju, sölvum, brokkolí, grænkáli og sítrusávöxtum.
6.   Notaðu í lágmarki hvítt hveiti, sykur, áfengi, koffín og aukaefni.
7. Svitnaðu! Það að svitna er mikilvægt fyrir losun toxískra efna úr líkamanum. Hreyfðu þig kröftuglega og/eða farðu reglulega í gufu til að auka úthreinsun í gegnum húðina.
8.   Bættu meltinguna. Góð melting og reglulegar hægðir er lykilatriði þegar kemur að hreinsun og hægt að bæta við trefjum eins og husk dufti, triphala jurt, aloe vera safa, acidophilus gerlum, magnesíum dufti og meltingarensímum til að örva meltinguna.
9.   Þurrburstaðu húðina. Gott að gera áður en farið er í sturtu frá toppi til táar í strokum í átt að hjarta. Þetta örvar sogæðakerfið og úthreinsun.
10. Prófaðu tungusköfu. Tungan safnar úrgangsefnum yfir nóttina og því gott að skafa tunguna í upphafi dags. Líkami þinn mun þakka þér fyrir að kúpla þessum venjum inn í lífsstílinn þinn!

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir
www.instagram.com/asdisgrasa

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024