120 konur skemmtu sér konunglega
Það var mikil stemmning í kvennaboði sjálfstæðiskvenna sem haldið var í Reykjanesbæ síðasta vetrardag. Guðbjörn Guðbjörnsson frambjóðandi söng og það gerði einnig Árni Johnsen sem var mættur með gítarinn með klónni góðu.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ávarpaði konurnar og það gerði einnig Íris Róbertsdóttir. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi er lýst mikilli gleði sjálfstæðiskvenna og samstöðu fyrir kosningarnar á morgun.
Myndirnar eru frá kvennaboðinu og eru teknar af Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi.